„Perfetto“ Pestósnúðar⌑ Samstarf ⌑
Pestósnúðar með osti og Sacla pestó, fullkominn helgarbakstur, krakkavænn helgarbakstur

Haldið ykkur fast! Þessir snúðar eru „eitthvað annað góðir“ eins og dætur mínar orðuðu það. Ég hef gert ótal útfærslur af flöffí kanelsnúðum hér á blogginu og klárlega kominn tími til að prófa eitthvað nýtt í snúðamálum!

Pestósnúðar með osti og Sacla pestó, fullkominn helgarbakstur, krakkavænn helgarbakstur

Dætur mínar elska baguette brauð með rauðu pestó svo það lá beinast við að prófa slíka samsetningu. Þessir snúðar eru ofureinfaldir og gaman að leyfa krökkunum að taka þátt í að útbúa þá. Síðan er sniðugt að finna eitthvað skemmtilegt að gera eins og að púsla, lita eða spila á meðan deigið hefast og gera úr þessu notalega samverustund.

Pestósnúðar með osti og Sacla pestó, fullkominn helgarbakstur, krakkavænn helgarbakstur

Pestósnúðar

Deig

 • 500 g Polselli hveiti
 • 1 pk. þurrger (11,8 g)
 • 1 msk. sykur
 • 2 tsk. salt
 • 300 ml volgt vatn
 • 40 ml ólífuolía

Fylling

 • 250 g Sacla „Sun-Dried Tomato Pesto“
 • 230 g rifinn ostur ( jöfn blanda af Cheddar og Gouda)
 • 1 msk. Oregano krydd/Timian
 1. Setjið öll þurrefnin í skál og blandið saman.
 2. Hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið með króknum í hrærivélinni í um 5 mínútur (eða í höndunum, þá má hnoða aðeins lengur).
 3. Penslið skál með ólífuolíu og veltið deiginu upp úr svo það hjúpist olíu allan hringinn, plastið og leyfið að hefast í um 90 mínútur.
 4. Fletjið næst út á hveitistráðum fleti í um 40 x 50 cm ferhyrning.
 5. Smyrjið vel af pestó yfir allt, stráið ostinum yfir og kryddið.
 6. Rúllið upp frá lengri hliðinni og skiptið niður í 12 jafna snúða.
 7. Smyrjið eldfast mót og raðið snúðunum jafnt í það, plastið og leyfið að hefast aftur í um 30 mínútur.
 8. Hitið ofninn í 180°C og bakið snúðana eftir hefun í um 30-35 mínútur.
Pestósnúðar með osti og Sacla pestó, fullkominn helgarbakstur, krakkavænn helgarbakstur

Hefðbundið rautt „Sun-Dried Tomato Pesto“ er í uppáhaldi hjá mínum dætrum en ég er hins vegar hrifin af flestum pestótegundum sem eru til og finnst gaman að breyta til.

Pestósnúðar með osti og Sacla pestó, fullkominn helgarbakstur, krakkavænn helgarbakstur

Jomm, nomm!

Pestósnúðar með osti og Sacla pestó, fullkominn helgarbakstur, krakkavænn helgarbakstur

Megið endilega líka fylgjast með á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun