
Guacamole er svooooo ferskt og gott að ég skil ekki af hverju ég útbý það ekki oftar! Hér er klassísk uppskrift að einu slíku með heilsusamlegu snakki svo þetta er sannarlega hollustan uppmáluð um leið og þetta er dúndurgott combo!

Guacamole
- 4 x meðalstór avókadó
- 250 g kirsuberjatómatar (eða 3 stórir)
- ½ rauðlaukur
- 4 msk. kóríander
- ½ lime (safinn)
- 2 hvítlauksrif
- Salt, pipar, cheyenne pipar
- Skerið avókadó gróft niður og stappið síðan aðeins með gaffli (ekki of mikið samt því það er gott að hafa smá bita).
- Hreinsið innan úr tómötunum og skerið þá smátt niður, setjið í sömu skál og avókadó.
- Saxið laukinn smátt ásamt kóríander, rífið hvítlauksrifin og kreistið lime safa yfir allt.
- Hrærið varlega saman og kryddið til með salti, pipar og cheyenne pipar.

Þetta Finn Crisp með Chipotle og ristuðum paprikum passaði ótrúlega vel með guacamole-inu. Þessar skálar hurfu í það minnsta á augabragði og síðar um daginn spurðu stelpurnar hvort við gætum gert meira svona þannig að það segir það sem segja þarf!

Það er sannarlega gott að hafa smá jafnvægi í lífinu og þessi réttur var vel þeginn eftir allt jólaátið undanfarna daga og verður gerður hér aftur á næstunni, það er alveg klárt.

Það er líka til svona snakk með sýrðum rjóma og lauk og ætla ég að útbúa eitthvað gómsætt með því núna á næstunni.