Ostapinnar og gúmelaði



⌑ Samstarf ⌑
Ostapinnar með salami, rjómaosti og grillaðri papriku

Ostapinnar eru algjör snilld og ótrúlega gaman að útbúa slíka og hafa á ostabakka sem hlaðinn er öðru góðgæti. Hér er ég búin að útbúa þrjár mismunandi tegundir af slíkum og voru þeir hver öðrum betri.

áramóta ostabakki

Það er endalaust hægt að leika sér með ostabakka og hugmyndir til að setja á ostabakkann.

Ostapinnar og ostabakki

Ostapinnar og gúmelaði

Ostapinnar með sólþurrkuðum tómötum

  • Sacla sólþurrkaðir tómatar
  • Mozzarellakúlur
  • Sacla ólífur
Ostapinnar með mozzarella, sólþurrkuðum tómötum og ólífu

Einfalt og gott!

Sacla sólþurrkaðir tómatar á ostapinna

Ostapinnar með grillaðri papriku

  • Sacla grilluð paprika
  • Gouda sterkur skorinn í teninga
Ostapinnar með gouda og grillaðri papriku

Ostapinnar með rjómaostafylltu salami

  • Sacla sólþurrkaðir tómatar
  • Litlar salamisneiðar
  • Rjómaostur
  • Sacla grilluð paprika
Ostapinnar með salami, rjómaosti og grillaðri papriku

Ég elska þessar grilluðu paprikur frá Sacla eins og þið hafið líklega tekið eftir. Hér er ein geeeeeeeeeeeggjuð uppskrift af bökuðum osti með grilluðum paprikum og pestó sem myndi sannarlega smellpassa hér á þennan bakka.

Sacla grillaðar paprikur á ostapinna

Annað hráefni á ostabakkanum

  • Sacla pestó – ýmsar gerðir
  • Niðurskorið snittubrauð
  • Gott kex
  • Hráskinka
  • Silkiskorið salami
  • Dala Hringur
  • Kastali ostur
  • Vínber
  • Brómber
  • Dökkt súkkulaði
áramótaréttir og ostabakki

Mmmm……

Ostabakki og ostapinnar

Sætt, salt, stökkt og mjúkt…..allt í bland, alveg eins og best verður á kosið.

Ostaveisla og ostapinnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun