„Dirt Cup“



⌑ Samstarf ⌑
Heimagerður sjeik

Hér kemur einn svellkaldur og góður mjólkurhristingur! Þessi uppskrift hefur verið hér á blogginu síðan 2014 en það var klárlega kominn tími á smá uppfærslu á myndum og leiðbeiningum því þennan mjólkurhristing má enginn láta framhjá sér fara. Þetta er í raun lúxus útgáfa af Oreo sjeik ef svo mætti að orði komast svo ef þið elskið Oreo….þá munið þið elska þennan drykk!

Mjólkurhristingur með Oreo og hlaupormum

Þetta er hugmynd frá Bandaríkjunum eins og fleiri hér á blogginu. Þegar við bjuggum í Seattle fórum við mjög reglulega á veitingastað sem heitir RAM og þar var hægt að fá svona sjeik í eftirrétt og við skulum segja að hann hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar dregið okkur þangað inn í mat. Ég hugsa enginn sem kom til okkar í heimsókn hafi sloppið við að fara á RAM og prófa hamborgara, „Waffle fries“ og „Dirt Cup“, hahaha!

Heimagerður shake

Þetta er bandarísk uppskrift sem finnst svosem víða í ýmsum myndum og á Oreo að vera „Dirt“/mold og hlaupormarnir, ormar í moldinni, hahaha….kannski ekki beint það girnilegasta en því get ég lofað að þessi drykkur er sko girnilegur og góður! Yfirleitt er þetta útbúið úr súkkulaðibúðing en síðan hefur þetta verið þróað yfir í hina ýmsu eftirrétti. Moldin og ormarnir eru þó á sínum stað!

Oreosjeik

Krakkar elska þennan drykk en fullorðnir alls ekki síður. Þetta er fullkominn eftirréttur eða kósýkvöldsdrykkur og það verður enginn svikinn af þessari uppskrift.

Oreo milkshake

„Dirt Cup“ mjólkurhristingur uppskrift

Oreo sjeik uppskrift

Uppskrift dugar í 3-4 glös

  • 1 líter vanilluís
  • 8 Oreo kexkökur
  • 150 g Driscolls jarðarber
  • 3 msk. jarðarberja-íssósa
  • 50-80 ml nýmjólk
  • Þykk súkkulaðisósa til skrauts
  • 200 ml þeyttur rjómi
  • Trolli hlaupormar
  1. Byrjið á því að mylja Oreokex alveg niður í duft í blandaranum og geymið í skál.
  2. Maukið næst jarðarberin í sama blandara og setjið í aðra skál.
  3. Setjið síðan ís, jarðarberjasósu, jarðarberjamauk og mestallt Oreo duftið (geymið smá til skrauts) í hrærivélarskálina. Blandið saman með K-inu á lágum hraða þar til fer að blandast, bætið þá mjólkinni saman við og setjið á bilinu 50-80 ml eftir því hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn.
  4. Sprautið þykkri súkkulaði íssósu innan á glös og skiptið sjeiknum niður í þau (uppskrift dugar í 3-4 glös eftir stærð).
  5. Toppið síðan með þeyttum rjóma, Oreodufti („Dirt“) og hlaupormum.
Oreo mjólkurhristingur

Oreo, jarðarber og hlaupormar spila hér lykilhlutverk með ísnum.

Dirt cup

Magnaður drykkur sem ég hvet ykkur eindregið til að prófa!

Dirt Cup sjeik

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun