Tiramisu í glasi⌑ Samstarf ⌑
Fullkomið tiramisu

Hér kemur enn ein klassíkin frá mér fyrir þessar hátíðirnar! Það er nefnilega þannig að margir vilja halda í hefðir og bjóða upp á klassískan mat á helstu hátíðsdögum og því finnst mér mikilvægt að hafa slíkar uppskriftir hér á vefnum í bland við aðrar nýstárlegar.

Einfalt tiramisu

Þessi uppskrift er afar einföld og hana ættu allir að ráða við að gera. Best finnst mér að gera hana deginum áður og geyma í kæli, sigta síðan kakóið yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Uppskriftin birtist í blaðinu Hátíðarmatur í Morgunblaðinu á dögunum.

Tiramisu í glasi

Tiramisu uppskrift

Uppskrift dugar í 5-7 glös (eftir stærð)

 • 4 eggjarauður
 • 140 g flórsykur
 • 500 g Mascarpone rjómaostur við stofuhita
 • Fræ úr einni vanillustöng
 • 190 ml þeyttur rjómi
 • 230 ml sterkt uppáhellt Java Mokka kaffi frá Te&kaffi (kælt)
 • 4 msk. Galliano Ristretto strong espresso líkjör
 • Um 2 pk. Lady fingers kex (hver pakki 125 g)
 • Bökunarkakó til skrauts
 1. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og þykk blanda myndast (um 5 mín).
 2. Bætið þá Mascarpone osti og fræum úr vanillustöng saman við og þeytið vel áfram þar til vel blandað og vefjið næst þeytta rjómanum saman við með sleif.
 3. Hellið kaffi og Galliano Ristretto saman í djúpan disk sem auðvelt er að dýfa kexinu í.
 4. Dýfið Lady fingers kexi snöggt upp úr vökvanum á báðum hliðum og raðið í botninn á glösunum, brjótið niður eftir hentugleika (passið ykkur að gegnbleyta þá ekki því þá verða þeir linir og slepjulegir).
 5. Gott er að setja eggjablönduna í sprautupoka og sprauta yfir kexið áður en næsta lag er sett ofan á með sambærilegum hætti.
 6. Plastið og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir (eða yfir nótt).
 7. Setjið að lokum bökunarkakó í sigti og stráið yfir glösin.
Tiramisu uppskrift með Galliano líkjör

Mmmm þetta er svo góður eftirréttur og verður hann klárlega á boðstólnum á þessu heimili yfir hátíðarnar.

Gott tiramisu

Nammi nammi namm!

Tiramisu uppskrift

Mæli sannarlega með því að þið prófið þessa dásemd.

Kassísk tiramisu uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun