Wellington hátíðarsteikWellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Wellington nautasteik er hátíðarmatur í mínum augum. Við höfum oft boðið upp á slíka lúxusmáltíð yfir jólahátíðina eða á Gamlárskvöld. Það er eitthvað svo fallegt við að bera nautakjötið fram í þessum sparibúningi.

Wellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Það er sáraeinfalt að matreiða Wellington steik en ég mæli með því að hafa kjöthitamæli í steikinni til þess að ofelda hana ekki.
Hægt er að panta svona fallega steik hjá Geira í Kjötbúðinni og mæli ég með því að vera fyrr en seinna á ferðinni með slíkar pantanir. Ekki viljum við nú lenda í óþarfa stressi í kringum hátíðirnar vegna þessa.
Í Kjötbúðinni er einnig hægt að fá dýrindis tilbúið meðlæti á borð við fylltar kartöflur, koníakslagaða villisveppasósu og dásamlega gott Waldorf salat. Það er því ekki hægt að segja það þurfi mikið að hafa fyrir flottum og góðum mat þegar hægt er að fá svona gæðavöru alla á einum stað.

Kjötbúðin

Það er einnig hægt að fá nákvæmar eldunarleiðbeiningar með steikinni og best er að stinga kjöthitamæli lárétt inn í miðja nautalundina frá þykkari endanum, þá getur þetta ekki klikkað!

Ofninn er forhitaður í 220°C og lundin pensluð með pískuðum eggjarauðum. Eftir um 10 mínútur á 220°C er hitinn lækkaður niður í 120°C og beðið eftir að kjarnhitinn nái þeim hita sem þið óskið eftir hvað steikingu varðar.

  • 52-55°C fyrir „medium rare“
  • 58°C fyrir „medium“

Ofnar eru misjafnir og því gott að fylgjast með steikinni allan tímann. Steikin þarf síðan að hvíla eftir að hún kemur úr ofninum í að minnsta kosti 10 mínútur og eldast þá áfram um nokkrar gráður, enda vel pökkuð inn í sveppablöndu og deig.

Wellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Fallegt er að skreyta steikarfatið með ferskum kryddjurtum þegar steikin kemur úr ofninum.

Waldorfsalatið var guðdómlega gott, ég raspaði smá súkkulaði og marði nokkrar valhnetur til að skreyta með þegar það var komið í fallega skál.

Sveppassósa með koníaki

Villisveppasósan með koníakinu….

Wellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Hversu mikil snilld!

Wellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Fylltu kartöflurnar bráðnuðu í munni.

Wellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Namm þetta var allt svooooooooooo gott!

Wellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Eina sem ég gerði fyrir utan að hita matinn var að setja ferskt salat í skál, leggja á borð og skreyta. Ég var með spínat með þunnt skornum eplaskífum, bláberjum, fetaosti og pekanhnetum og fór það afar vel með þessari máltíð.

Rauðvín með nautakjöti

Lapostolle rauðvínið hentar vel með nautakjöti.

Kjötbúðin gjafabréf

Hægt er að kaupa falleg gjafabréf í Kjötbúðinni og eru þau alveg tilvalin jólagjöf fyrir þá sem allt eiga!

Wellington steik; Kjötbúðin: nautasteik; hátíðarmatur; jólamatur; áramótamatur; sveppasósa; waldorf salat

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun