Affogato



⌑ Samstarf ⌑
Fljótlegur eftirréttur fyrir fullorðna

Affogato er einfaldur ítalskur eftirréttur sem er hreint út sagt dúndurgóður!

Affogato eftirréttardrykkur

Ég elska Frappucchino og minnti þetta mig á slíkan drykk. Þessi eftirréttur myndi því henta vel þegar tími hefur ekki gefist til að undirbúa slíkan. Það þarf aðeins að hella upp á kaffi, hræra saman við sýróp og romm og setja ískúlur í fallegt glas eða skál.

Ís og kaffi

Affogato eftirréttadrykkur uppskrift

Hráefni sem þarf í hvert glas

  • 2 kúlur vanilluís
  • 30 ml sterkt kaffi
  • 30 ml Brugal Blanco Supremo romm
  • 1 msk. maple sýróp
  1. Hrærið saman heitu kaffi, rommi og sýrópi.
  2. Setjið 2 kúlur af ís í fallegt glas og hellið kaffiblöndunni yfir.
  3. Fallegt er að sigta örlítið af bökunarkakó yfir í lokin.
  4. Njótið eins fljótt og auðið er.
Affogato með rommi

Mmmm þetta er svo mikið gott!

Affogato ítalskur eftirréttur

Einfalt, fljótlegt og gott, það er ekki hægt að biðja um mikið meira!

Affogato er einfaldur ítalskur eftirréttur

Mér þætti vænt um ef þið mynduð líkja fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun