Prince Polo sjeik⌑ Samstarf ⌑
Prince Polo sjeik, dásamlegur súkkulaðisjeik með Prince Polo

Dagurinn í dag kallar á góðan eftirrétt…..já eða helst bara allir dagar ef ég fengi að ráða, hahahaha!

Prince Polo sjeik, dásamlegur súkkulaðisjeik með Prince Polo

Prince Polo er auðvitað æðislegt og að nota það í mjólkurhristing er eitthvað sem ég skil ekki af hverju ég hef ekki prófað fyrr!

Prince Polo sjeik, dásamlegur súkkulaðisjeik með Prince Polo

Prince Polo sjeik

Uppskriftin dugar í 3-4 glös (eftir stærð)

 • 3 x 35 g Prince Polo (+ eitt til viðbótar í skraut)
 • 1 líter vanilluís
 • 200 ml nýmjólk
 • 1 msk. Cadbury bökunarkakó
 • 5 msk. súkkulaði íssósa
 • 3 msk. sýróp
 • Þeyttur rjómi (um 150 ml)
 • Mini sykurpúðar, ískex og niðurskorið Prince Polo til skrauts
 1. Byrjið á því að setja þrjú Prince Polo í matvinnsluvél og mauka alveg niður, leggið til hliðar.
 2. Hellið sýrópinu á disk/skál og dýfið kantinum á glösunum í sýrópið og því næst í Prince Polo mylsnuna (til að fá Prince Polo kant), snúið uppréttum og geymið. Restin af mylsnunni fer síðan í drykkinn sjálfan. Sprautið einnig smá súkkulaðisósu í hliðarnar og þá eru glösin tilbúin fyrir sjeikinn.
 3. Hrærið saman ís, mjólk, kakó og súkkulaðisósu þar til silkimjúkur súkkulaðisjeik hefur myndast. Hrærið þá restinni af Prince Polo mylsnunni saman við og skiptið niður í glösin.
 4. Setjið þeyttan rjóma ofan á hvert glas og skreytið að lokum með litlum sykurpúðum, Prince Polo bitum, smá súkkulaðisósu og ískexi.
Prince Polo sjeik, dásamlegur súkkulaðisjeik með Prince Polo

Mmmmmmmmmm…..

Prince Polo sjeik, dásamlegur súkkulaðisjeik með Prince Polo

Megið endilega fylgja Gotterí líka á Instagram

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun