Café DunhagiCafé Dunhagi – Tálknafirði

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Seinni hluti sumarfrís okkar fjölskyldunnar var ferðalag á Vestfirði. Fyrsta stopp var á Tálknafirði og heimsóttum við meðal annars Dagný Öldu sem rekur þar veitingastaðinn Café Dunhaga yfir sumartímann.

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Dagný Alda er arkitekt að mennt sem hefur dvalið um árabil í Bandaríkjunum og unnið við sitt fag þar. Hún er ættuð frá Tálknafirði og fyrir átta árum, þegar enginn veitingastaður var í firðnum ákvað hún að láta slag standa og opna Dunhaga. Á sumrin kemur hún hins vegar heim til Tálknafjarðar og rekur þennan frábæra veitingastað sem er eins og ævintýrahús innst í bænum. Hún segist koma vestur með Kríunni og fara með henni suður á haustin sem er góð samlíking.

Húsið var byggt árið 1930 sem heimavist fyrir sundmótin sem voru haldin í bænum þegar ákveðið var að allir í Barðastrandasýslu þyrftu að læra sund og síðan var Stórstúkan með efri hæð hússins.  Síðar var húsinu breytt í samkomuhús og fékk nafnið Dunhagi (dansinn átti að duna í Dunhaga). Húsið er eitt elsta hús bæjarins og hún hefur haldið stemmingunni innanhúss eins upprunalegri og mögulegt er. Það er kósý að labba inn og heyra brakið í gólfinu, kántrímúsík á fóninum og afslappað andrúmsloftið umlykur þig um leið og þú gengur inn um dyrnar. Það er greinilegt að hendur arkitekts hafa farið þarna um og smáatriðin má sjá í hverju horni.

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Við settumst inn seint eitt kvöldið eftir langan ævintýradag um Látrabjarg og Rauðasand og eftir matinn fórum við í kvöldsund í Pollinum við sólsetur á Tálknafirði. Þetta var klárlega uppskrift af góðum degi!

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Hér fyrir neðan kemur listi af þeim dásamlegu veitingum sem við pöntuðum okkur. Dagný Alda notar hráefni úr heimabyggð eins og kostur er og maturinn bar þess klárlega merki.

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Pönnusteiktur þorskhnakki með grænmeti, marineruðum rauðlauk & steinselju-sítrónu sósu. Þessi fiskur var algjörlega dásamlegur. Það var æðisleg kartöflumús með honum og hún sagði þetta væri einn af þeim „signature“ réttum sem staðurinn byði upp á.

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Pönnusteiktur silungur frá Tálknarfirði. Það var mynd af þessum rétti á netinu sem fékk mig til að bóka borð á Dunhaga, svo girnilegur fannst mér hann. Elsta dóttir mín elskar „bleikan fisk“ og fékk hún sér þennan rétt og fannst hann æðislegur. Silungurinn er borinn fram á villisveppa risotto, með marineruðu salati og steinselju-sítrónu sósu líkt og þorskurinn. Það er síðan svo fallegt að skreyta diskana með litríkum blómum og kryddjurtum.

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Yngri dúllurnar mínar tvær fengu síðan ekta ömmu fiskibollur. Þær voru bornar fram með kartöflumús, Ora baunum og heimalagaðri rabarbarasultu. Þetta fannst þeim svo gott að sú eldri pantaði annan skammt, tíhíhi!

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Það er síðan mjööööög mikilvægt að fá sér „desrétt“ þegar maður er á ferðalagi og búinn að þeysast út og suður. Hér fengum við okkur öll Rabarbaraböku með þeyttum rjóma og bláberjum. Þetta var ein besta rabararabaka sem ég hef smakkað, með möndludropum í deiginu, berjum tíndum úr sveitinni og hreint út sagt fullkominn sætur biti. Ég þarf að plata Dagný Ástu til að senda mér þessa uppskrift og koma henni hingað á bloggið fyrir ykkur að njóta.

Café Dunhagi Tálknafirði, veitingastaðir Tálknafirði, matarupplifun, umfjöllun

Mælum sannarlega með því að þið kíkið á Tálknafjörð, þar er ýmislegt skemmtilegt hægt að gera og þessi dásamlegi veitingastaður sem vert er að heimsækja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun