Grísk jógúrt með súkkulaðibanönum



⌑ Samstarf ⌑
Grísk jógúrtskál með haframjöli, berjum og þurrkuðum súkkulaðibanönum frá Til hamingju

Þetta eru með betri jógúrtskálum sem ég hef útbúið yfir ævina. Svo gaman þegar maður prófar eitthvað nýtt sem slær svona vel í gegn hjá allri fjölskyldunni. Ég útbjó tvær skálar fyrir þessa færslu sem urðu fljótt að fimm svo það er óhætt að mæla með því að þið prófið þessa dásemd.

Grísk jógúrtskál með haframjöli, berjum og þurrkuðum súkkulaðibanönum frá Til hamingju

Uppskriftin er einföld og fljótleg og þetta hinn fullkomni morgunverður, hádegisverður eða millibiti að mínu mati.

Grísk jógúrtskál með haframjöli, berjum og þurrkuðum súkkulaðibanönum frá Til hamingju

Grísk jógúrtskál með þurrkuðum súkkulaðibanönum

  • 400 g Arla grísk jógúrt (hrein)
  • Um 10 stykki maukuð hindber (meira til skrauts)
  • 1 msk. agave sýróp
  • Til hamingju tröllahafrar
  • Til hamingju kakó- og súkkulaðihúðaðir bananar
  1. Maukið hindberin og hrærið þau saman við jógúrtið ásamt sýrópinu.
  2. Skiptið niður í tvær skálar og saxið niður þurrkaða bananana.
  3. Setjið saxaða banana, tröllahafra og hindber ofan á jógúrtið (magn eftir smekk).
Grísk jógúrtskál með haframjöli, berjum og þurrkuðum súkkulaðibanönum frá Til hamingju

Þessir þurrkuðu bananar eru kakó- og súkkulaðihúðaðir og namm þeir eru sko geggjaðir! Hvort sem ykkur langar til að nota þá í staðinn fyrir sætan bita eða saxa þá niður á jógúrtskál, í boozt eða út á ís þá eru þeir æðislegir.

Grísk jógúrtskál með haframjöli, berjum og þurrkuðum súkkulaðibanönum frá Til hamingju

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun