BreiðavíkHótel Breiðavík – Látrabjargi

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Á ferðalagi okkar um Vestfirði ákváðum við að keyra út að Látrabjargi og sjá þá fegurð í öllu sínu veldi. Vestfirðir eru hlykkjóttir, malarvegir víða og eftir góðan morgunrúnt út á Látrabjarg einn daginn voru allir orðnir svangir. Á milli Patreksfjarðar og Látrabjargs er að finna Hótel Breiðavík sem býður upp á ýmiss konar gistingu og veitingar. Birna Mjöll og hennar fjölskylda hafa staðið þarna vaktina í 22 ár og unnið hörðum höndum að því að byggja upp aðstöðuna.

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Þegar við komum keyrandi frá Látrabjargi blasti byggingin við okkur á þessum undurfallega stað við hvítan sandinn. Við vorum orðin svöng, það var skilti við veginn sem tilgreindi að veitingastaður væri í húsinu og við ákváðum að rúnta niðureftir og fá okkur eitthvað í svanginn.

Það var smá eins og koma aftur til fortíðar að renna í hlað á þessu stóra og stæðilega húsi. Nokkrir ferðamenn voru í afgreiðslunni þegar við komum inn með töskurnar sínar á leiðinni á frekara flandur, þar næst gengum við að barnum og þaðan niður í matsalinn í viðbyggingunni.

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Þegar við komum niður í matsalinn leið okkur smá eins og við værum komin í heimsókn í sveitina til ömmu. Allt var svo hlýlegt og krúttlegt. Öllu hefur greinilega verið haldið vel við í salnum, þar var snyrtilegt, hreint og gömul og falleg húsgögn settu sinn svip á húsnæðið. Í matsalnum sat fjölskylda sem mælti mikið með hamborgurunum sem þau höfðu fengið sér og við ákváðum því að taka þau á orðinu og panta okkur mismunandi gerðir af hamborgurum.

Ekki hefði ég trúað því að þarna „út í sveit“ væri hægt að fá svona flotta og góða borgara eins og raun bar vitni og vorum við alveg gapandi þegar þeir voru bornir á borð fyrir okkur og ég bara má til með að sýna ykkur myndir og segja ykkur frá þessum skemmtilega stað.

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

OMG er einmitt nafnið á þessum hérna og hann ber sannarlega nafn með rentu. Hann var hlaðinn af góðgæti, eggi, beikoni og ég veit ekki hvað og hvað og Hemmi minn var heldur betur ánægður með hádegismatinn þennan daginn! Það sem okkur fannst einnig áhugavert var að hver borgari var borinn fram í ákveðnu brauði, þessi hér er með ostabrauði til dæmis.

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Salóme svarti var guðdómlegur með BBQ sósu og sultuðum rauðlauk, borinn fram í svörtu brauði. Mér fannst skemmtilegt að fá hamborgarann borinn fram í svona brauði þó svo það bragðaðist í raun eins og venjulegt brauð.

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Harpa Karin fékk sér kjúklingaborgara og það var ekkert verið að spara kjúklinginn hér, namm hann var svo góður!

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Hulda Sif fékk klassískan ostborgara sem var í hefðbundnu hamborgarabrauði. Franskarnar voru síðan alveg hrikalega góðar, svo stökkar og góðar.

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Birna sagði okkur frá bláberjaskyri með rjóma sem þau hafa boðið upp á frá því staðurinn opnaði svo við auðvitað urðum að prófa! Þessi eftirréttur er auðvitað algjör klassík og einmitt tilvalið að fá sér hrært bláberjaskyr með rjóma á svona ferðalagi. Hér kláraðist í það minnsta hver einasti biti þrátt fyrir að við værum öll pakksödd eftir hamborgarana. Það er einhvern vegin þannig að það er alltaf hægt að rýma til fyrir eftirmat á þessu heimili, hahahaha!

Hamborgarar á Hótel Breiðavík við Látrabjarg, skemmtilegar nýjungar

Við röltum síðan aðeins um svæðið, kíktum á rólóinn, skoðuðum tjaldsvæðið og þá aðstöðu sem þarna er í boði og næst þegar við förum á Vestfirði langar okkur að prófa að gista á Breiðavík, fara niður í fjöruna og hafa það huggulegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun