
Já það er sko allt bleikt hjá mér þessa dagana! Hér kemur einn æðislegur kokteill fyrir helgina. Ég er auðvitað soddan sælkeri að ég mátti til með að sæta þennan drykk aðeins upp með því að setja sykur á barminn á glasinu en að sjálfsögðu megið þið sleppa því ef þið viljið bara hinn hefðbundna Cosmopolitan drykk.

Cosmopolitan
Uppskrift fyrir eitt glas
- 30 ml Cointreu
- 30 ml Russian Standard Vodka
- 20 ml trönuberjasafi
- Safi úr ¼ lime
- Klakar
- Setjið allt saman í hristara og hristið vel saman.
- Sigtið/takið klakana frá og hellið í glas.
- Fallegt er að skreyta glasið með lime berki og með því að dýfa barminum í smá lime safa og síðan í sykur. Drykkurinn er alls ekki sætur sjálfur svo þetta er leið til þess að gera hann örlítið sætari.

Hversu fallegt!

Megið endilega líka fylgjast með á INSTAGRAM