Bleik RUBY ostakaka



⌑ Samstarf ⌑
Bleik ostakaka með Odense RUBY súkkulaðidropum og Oreo kexbotni

Ostakökur eru æðislegar og ég fæ ekki nóg af því að prófa nýjar útfærslur af slíkum. Í grunninn er þetta yfirleitt svipuð blanda en svo er hægt að leika sér endalaust með bragð, áferð og hráefni.

Bleik ostakaka með Odense RUBY súkkulaðidropum og Oreo kexbotni

Ég hef ekki mikið notað RUBY súkkulaði í gegnum tíðina en það er ótrúlega bragðgott og skemmtilegt hráefni og ekki skemmir bleiki liturinn fyrir og ég á án efa eftir að leika mér eitthvað meira með það í framtíðinni.

Bleik ostakaka með Odense RUBY súkkulaðidropum og Oreo kexbotni

Bleik RUBY ostakaka

Botn

  • 16 Oreo kexkökur
  • 60 g brætt smjör
  1. Myljið kexið niður í blandara þar til fín mylsna myndast og hrærið bræddu smjörinu saman við.
  2. Setjið bökunarpappír í 20 cm smelluform, spreyið það næst að innan með matarolíuspreyi og þjappið kexmylsnunni í botninn og aðeins upp kantana.
  3. Kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka

  • 260 g Odense Ruby súkkulaðidropar
  • 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
  • 500 g rjómaostur við stofuhita
  • 150 g sykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 250 ml þeyttur rjómi
  • Nokkrir dropar af bleikum matarlit (má sleppa)
  1. Leggið gelatínblöðin í kalt vatn og leyfið að standa nokkrar mínútur.
  2. Hitið þá 60 ml af vatni að suðu og setjið gelatínblöðin útí, eitt í einu og hrærið í á milli svo þau leysist upp. Hellið gelatínblöndunni í skál og leyfið að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
  3. Bræðið súkkulaðið og leggið til hliðar.
  4. Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillusykur í nokkrar mínútur.
  5. Hellið þá gelatínblöndunni varlega saman við í mjórri bunu og því næst brædda súkkulaðinu, blandið rólega og skafið niður á milli.
  6. Bætið matarlitnum saman við á þessu stigi sé þess óskað ef þið viljið enn skarpari bleikan tón.
  7. Vefjið að lokum þeytta rjómanum saman við og hellið blöndunni yfir Oreo kexbotninn.
  8. Kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting

  • 200 ml þeyttur rjómi
  • 8 makkarónur
  • Oreomylsna
  1. Sprautið rjómanum á kökuna með jöfnu millibili og stingið makkarónum á milli rjómatoppa.
  2. Stráið Oreomylsnu yfir kökuna.
Bleik ostakaka með Odense RUBY súkkulaðidropum og Oreo kexbotni

Ég elska súkkulaðidropana frá Odense og eru nokkrar nýjungar komnar og á leiðinni á markað frá þeim sem vert er að fylgjast með! Eins og er fást þessir dásamlegu dropar aðeins í Fjarðarkaup en eru á leiðinni í fleiri verslanir!

Bleik ostakaka með Odense RUBY súkkulaðidropum og Oreo kexbotni

Megið endilega fylgjast líka með á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun