Marsípankúlur⌑ Samstarf ⌑
Konfektkúlur með núgga og marsípani

Ef ykkur langar að velja eina konfekttegund til að útbúa fyrir hátíðirnar þá þurfið þið ekki að leita lengra. Þessar kúlur eru guðdómlega góðar og henta vel við hvaða tækifæri sem er.

Konfekt með heslihnetu, núggati, marsípani og Baileys

Hér er allt uppáhaldshráefnið mitt samankomið í eina kúlu, hversu frábært!

Odense marsípan, Odense núggat, Odense súkkulaði

Heslihneta í miðjunni, svo núggat, þá marsípan með Baileys og allt saman hjúpað með súkkulaði. Já svo að sjálfsögðu skreytt með gulldufti því það gerir allt fallegra.

Konfekt með marsípani

Namm!

Konfektkúlur

Marsípankúlur

Um 80-90 stk

 • 375 g Odense marsípan (1 pk)
 • 150 g flórsykur
 • 4 msk. Baileys
 • 300 g Odense Núggat (2 pk)
 • um 150 g heilar heslihnetur
 • 450-600 g Odense súkkulaðidropar til hjúpunar
 • Odense glimmerduft – gyllt
 1. Hnoðið saman marsípani, flórsykri og Baileys. Rúllið í pylsu sem er um 4 cm í þvermál.
 2. Kælið marsípanrúllurnar á meðan þið hjúpið hneturnar (þá er auðveldara að skera þær í sneiðar).
 3. Skerið núggat í þunnar sneiðar (um 2 mm) og vefjið utan um heila heslihnetu. Gott er að skola hendurnar reglulega þegar núggatið fer að klístrast. Setjið núggatkúlurnar í frysti á meðan annað er útbúið.
 4. Skerið marsípanið í þunnar sneiðar líkt og þið gerðuð með núggatið (um 2 mm), takið kaldar/frosnar núggatvafðar hnetur úr frystinum og pakkið þeim inn í marsípan, rúllið í fallega kúlu og kælið.
 5. Bræðið súkkulaðið, ég var með 200 g af hvítum, 200 g af ljósbrúnum og 200 g af dökkum Odense súkkulaðidropum til að hafa mislitar kúlur. Ef þið eruð aðeins með einn lit dugar eflaust um 450 g því það er alltaf eitthvað sem fer til spillis í hverjum lit svo gott sé að dýfa (ekki hægt að dýfa í lítið botnfylli).
 6. Gott er að dýfa kúlunum á bólakaf og veiða þær uppúr með gaffli, láta leka vel af honum og síðan ýta þeim varlega af gafflinum með öðrum gaffli svo sem minnst sjái á þeim.
 7. Stráið Odense glimmeri yfir kúlurnar áður en hjúpurinn storknar alveg. Ég gerði um 3 kúlur í senn, stráði glimmeri yfir með þurrum pensli og hélt svo áfram að dýfa.
Marsípankúlur með gyllingu og núggat

Það eru til nokkrir mismunandi litir af glimmerdufti frá Odense. Það má ýmist strá því þurru yfir líkt og hér er gert, pensla því beint á til að þekja betur eða bleyta upp í því með smá vatni/vanilludropum og skvetta á kökur eða góðgæti.

Konfektkúlur með Baileys

Bleytt er upp í marsípaninu með smá Baileys en að sjálfsögðu má sleppa því fyrir þá sem það kjósa.

Jólakonfekt með marsípani

Það er svo róandi að sitja og dunda sér svona í eldhúsinu. Það tók mig um 2,5 klukkustund að útbúa allar þessar kúlur. Það má auðvitað minnka uppskriftina en mér finnst þegar maður er byrjaður á annað borð, betra að gera bara nóg og setja smá í frystinn. Svo gott að eiga ef það koma gestir eða núna yfir hátíðirnar.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun