Súkkulaðihringur með appelsínukeim⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaðikaka með appelsínukeim

Ég er búin að bíða lengi eftir að geta sett þessa dásamlegu uppskrift hingað inn fyrir ykkur. Ég hef mikið gaman af því að leika mér með hráefni og hef verið að þróa ýmsar uppskriftir með majónesi undanfarin ár.

Súkkulaðikaka með appelsínukeim

Majónes er nefnilega algjör snilld í baksturinn og þessi kaka er þar engin undantekning.

Súkkulaðikaka með appelsínukeim

Þegar súkkulaði og appelsína kemur saman getur útkoman heldur ekki orðið annað en góð. Þetta er fullkomin bragðtvenna ef svo má að orði komast og þessi kaka er einföld, fljótleg og undursamleg!

Súkkulaðikaka með appelsínukeim og Hellmann's mayo

Súkkulaðihringur með appelsínukeim

Súkkulaðikaka

 • 3 egg
 • 200 ml vatn
 • 150 g Hellmann‘s majónes
 • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake mix
 • 3 msk. bökunarkakó
 • ½ tsk. kanill
 • 1 x appelsína, safi og börkur (+ sneiðar til skrauts)
 • 100 g dökkir súkkulaðidropar
 1. Hrærið saman eggjum, vatni og majónesi.
 2. Bætið kökudufti, kanil og bökunarkakói saman við og hrærið vel.
 3. Rífið börkinn af appelsínunni fínt niður og kreistið safann í glas, bætið hvorutveggja út í deigið og blandið vel.
 4. Að lokum má vefja súkkulaðidropunum saman við deigið.
 5. Smyrjið hringlaga formkökuform vel með smjöri/spreyið með matarolíuspreyi og hellið deiginu í formið.
 6. Bakið við 160° í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á, ekki blautu deigi.
 7. Kælið kökuna vel, skerið neðan af henni til að jafna hana út og hvolfið á fallegan kökudisk.
 8. Útbúið kremið og skreytið (sjá uppskrift af súkkulaðihjúp hér að neðan)

Súkkulaðihjúpur

 • 160 g flórsykur
 • 2 msk. bökunarkakó
 • 3 msk. appelsínusafi
 1. Hrærið öllu saman og látið renna óreglulega yfir kælda kökuna.
 2. Skreytið með rifnum appelsínuberki, appelsínusneiðum eða því sem hugurinn girnist.
Súkkulaðikaka með appelsínukeim

Namm, ég held ég verði að gera þessa aftur mjöööööög fljótlega!

Cake with mayonnaise

Hellmann’s majónesið svíkur engan, það er alveg á hreinu!

Hellmanns mayo chocolate cake

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun