Ostabretti í jólafíling



Eight Mood ostabretti með piparkökum, gráðosti og jólaívafi

Ég hef ekki lengur tölu á þeim ostabökkum sem ég hef útbúið og finnst alltaf gaman að finna upp á einhverju nýstárlegu. Blámygluostur og piparkökur (eða gráðostur og piparkökur) eru fyrirbæri sem ég var kynnt nýlega fyrir og þessi blanda kom heldur betur skemmtilega á óvart skal ég segja ykkur!

Ostabakki með ávöxtum og blönduðum ostum

Þetta GEGGJAÐA ostabretti frá Eight Mood er frá Húsgagnahöllinni og hreinlega fullkomnaði þennan ostabakka. Bakkinn var síðan tekinn með í hitting þegar við vinahópurinn fórum á árlegu Baggalútstónleikana okkar um síðustu helgi.

Ostabretti með hnífum frá Eight Mood

Fylgjendur Gotterí fá 20% afslátt af þessu dásamlega ostabretti til og með 24.desember. Þessi bakki er fullkomin jólagjöf, passlega stór og virkilega vandaður. Tveir hnífar fyrir mismunandi osta fylgja með ásamt gaffli til að stinga í ostinn og halda honum á sínum stað á meðan skorið er. Hér er því allt í einum og sama pakkanum og hægt að sitja heima í sófa og panta þessa dásemd HÉR.

Afsláttarkóði er „gotteri“

Hátíðarostabakki fyrir jól og áramót

Ostabretti í jólafíling

  • Primadonna ostur
  • Ljótur blámygluostur
  • Hráskinka
  • Piparkökur
  • Laufabrauð
  • Þurrkaðar fíkjur
  • Blandaðar súkkulaðirúsínur
  • Appelsínusneiðar
  • Bláber, vínber og rifsber
Eight Mood ostabretti með gúmelaði

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun