Havarti pasta



⌑ Samstarf ⌑
Ostapasta með Havarti kryddosti og brokkoli

Ostapasta er eitthvað sem allir eru glaðir með í þessari fjölskyldu. Það er síðan svo skemmtilegt hvað það er hægt að gera margar, mismunandi útfærslur af slíku. Þessa uppskrift útbjó ég fyrir Gott í matinn nú í desember þar sem það er fínt að fá sér eitthvað í líkingu við þetta á aðventunni áður en hátíðarmaturinn tekur völdin, já eða milli jóla og nýárs til að breyta aðeins til.

Ostapasta með Havarti kryddosti og brokkoli

Oft nota ég hringlaga kryddostana frá MS þegar ég geri pasta en langaði að prófa að nota Óðals Havarti kryddost í þetta skiptið þar sem hann minnir mig alltaf pínu á jólin, veit samt ekkert af hverju.

Ostapasta með Havarti kryddosti og brokkoli

Allt sem er borið fram á einni pönnu elska ég. Þá get ég verið búin að ganga frá öllu sem eldamennskunni viðkemur fyrir utan þessa einu pönnu. Það hentar í það minnsta afar vel þegar maður er búinn að borða á sig gat að þurfa ekki að ganga frá eins miklu.

Havarti pasta

Fyrir um 4-6 manns

  • 300 g skrúfupasta
  • 250 g ostafyllt pasta
  • 5 stk vínarpylsur/chorizo pylsur (um 300 g)
  • 1 brokkolihaus
  • ½ blaðlaukur
  • 300 g Óðals Havarti kryddostur
  • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk.
  • Ólífuolía til steikningar
  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  2. Skerið pylsur í sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu, leggið til hliðar.
  3. Skerið brokkoli í munnstóra bita og blaðlauk í sneiðar. Steikið brokkoli upp úr ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og setjið þá um 3 msk. af vatni út á pönnuna og hrærið varlega þar til vatnið gufar upp.
  4. Þá má bæta smá olífuolíu aftur á pönnuna og bæta blaðlauknum við og steikja þar til hann verður mjúkur.
  5. Geymið brokkoli og lauk til hliðar á meðan þið útbúið ostasósuna.
  6. Hellið um helming rjómans á pönnuna og rífið Havarti ostinn, hrærið vel þar til osturinn er bráðinn og bætið þá restinni af rjómanum saman við.
  7. Kryddið ostasósuna til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  8. Að lokum má hella pylsunum, grænmetinu og pastanu út á pönnuna og hræra öllu saman.
Ostapasta með Havarti kryddosti og brokkoli

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun