Lúxus Lindor súkkulaðiterta⌑ Samstarf ⌑
Lúxus súkkulaðiterta skreytt með Lindt súkkulaðikúlum og ganaché

Það má með sanni segja að hér sé á ferðinni algjör lúxus súkkulaðiterta. Brætt Lindor súkkulaði frá Lindt í smjörkreminu er hreinlega guðdómlegt og þessi kaka sæmir sér á hvaða veisluborði sem er.

Ganaché cake

Lindor súkkulaðikúlurnar frá Lindt eru eitt það allra besta sem hægt er að fá sér og koma nú í stórum kúlum með fullt af litlum inn í og gæti verið góð tækifærisgjöf eða jólagjöf.

Drip chocolate cake with Lindt chocolate decoration

Lúxus Lindor súkkulaðiterta

Súkkulaðibotnar

 • 375 g hveiti
 • 525 g sykur
 • 90 bökunarkakó
 • 3 tsk lyftiduft
 • 2 ½ tsk matarsódi
 • 1 ½ tsk salt
 • 4 msk sterkt kaffi
 • 300 ml „buttermilk“  (mjólk og  1 tsk af sítrónusafa blandað saman)
 • 150 ml matarolía
 • 3 stór egg
 • 3 tsk vanilludropar
 • 300 ml sjóðandi vatn
 • Hitið ofninn 190°C blástur
 • Spreyið 4 x 20cm bökunarform með matarolíu og setja bökunarpappír í botninn.
 • Sigtið hveiti, sykur, bökunarkakó, lyftiduft, salt og matarsóda í hrærivélarskálina.
 • Bætið mjólk, olíu, eggjum, kaffi og vanilludropum saman við og blandið á meðalhraða þar til vel blandað.
 • Lækkið hraðann og hellið sjóðandi vatninu að lokum saman við.
 • Skiptið jafnt á milli formanna og bakið í um 25-30 mínútur og kælið vel.
 • Ef þið eigið ekki 4 form er líka í lagi að skipta deiginu í 2 form og taka hvern botn í tvennt með kökuskera. Það þarf hins vegar að baka botnana lengur þannig, taka þá bara út þegar prjónn kemur út með smá kökumylsnu en ekki blautu deigi.

Lindor lúxus súkkulaðismjörkrem

 • 500 g Lindor mjólkursúkkulaði frá Lindt (rauðu plöturnar)
 • 400 g smjör við stofuhita
 • 60 g bökunarkakó
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 900 g flórsykur
 • ½ tsk salt
 • 100 ml rjómi
 1. Bræðið Lindor súkkulaðið í vatnsbaði og kælið þar til það nær stofuhita, hrærið reglulega í á meðan.
 2. Þeytið smjörið þar til það verður létt og ljóst.
 3. Bætið bökunarkakó og vanilludropum saman við og þeytið vel.
 4. Hellið brædda súkkulaðinu varlega saman við blönduna og hrærið rólega þar til slétt og fellt.
 5. Setjið þá um helming flórsykursins út í og hrærið á lægsta hraða.
 6. Hellið þá næst rjómanum og saltinu saman við og að lokum restinni af flórsykrinum.
 7. Hrærið vel og skafið nokkrum sinnum niður skálina á milli.
 8. Smyrjið um 1 cm þykku lagi af kremi á milli botnanna, grunnhjúpið og setjið í kæli í um 15 mínútur og hjúpið síðan að nýju með um ½ cm þykku lagi af kremi sem slétt er vel úr með kökuspaða.
 9. Kælið kökuna aftur í um 15 mínútur og skreytið síðan með ganaché, smjörkremi og Lindt kúlum.

Ganaché og skreyting

 • 100 g smátt saxað suðusúkkulaði
 • 60 ml rjómi
 1. Hitið rjómann að suðu, hellið yfir súkkulaðið og pískið saman þar til súkkulaðið er bráðið.
 2. Leyfið blöndunni aðeins að kólna og hellið henni yfir kökuna þegar hún fer að þykkna. Hægt er að hella henni beint og dreifa úr með spaða eða setja í brúsa með lítið gat á endanum og stýra „drippinu“ þannig. Þekjið síðan allan toppinn með þunnu lagi af ganaché.
 3. Sprautið smjörkremstoppa með stút 2D frá Wilton með jöfnu millibili og setjið Lindor kúlu ofan á hvern topp.
Lindt chocolate

Svona lítur súkkulaðið út sem ég bræði í kremið, namm þetta er svo gott krem!

Lindt chocolate balls red

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun