Sykraðar pekanhnetur⌑ Samstarf ⌑
Jólapekanhnetur; sykraðar pekanhnetur; Til hamingju hnetur; Hnetur með kanil; hnetur með sykur og kanil; ristaðar hnetur; ristaðar jólahnetur

Ég elska sykurristaðar jólamöndlur með kanilkeim og langaði að prófa að útfæra slíkt yfir á pekanhnetur þar sem það eru uppáhalds hneturnar mínar. Það tókst alveg frábærlega og ef þetta kemur okkur ekki í jólaskap þá veit ég ekki hvað!

Jólapekanhnetur; sykraðar pekanhnetur; Til hamingju hnetur; Hnetur með kanil; hnetur með sykur og kanil; ristaðar hnetur; ristaðar jólahnetur

Þessar ristuðu kanilhnetur eru hættulega góðar.

Jólapekanhnetur; sykraðar pekanhnetur; Til hamingju hnetur; Hnetur með kanil; hnetur með sykur og kanil; ristaðar hnetur; ristaðar jólahnetur

Sykraðar pekanhnetur

 • 500 g Til hamingju pekanhnetur
 • 90 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 1 msk. kanill
 • 1 tsk. salt
 • 1 eggjahvíta
 • ½ tsk. vanilludropar
 • 1 tsk. vatn
 1. Hitið ofninn 150°C
 2. Hrærið saman báðum tegundum af sykri ásamt kanil og salti og leggið til hliðar.
 3. Setjið eggjahvítu, vanilludropa og vatn í skál og léttþeytið þar til topparnir halda sér.
 4. Veltið pekanhnetunum upp úr eggjahvítublöndunni.
 5. Hellið sykurblöndunni yfir pekanhneturnar og vefjið saman með sleif þar til allar hneturnar eru vel hjúpaðar.
 6. Hellið á bökunarplötu sem er íklædd bökunarpappír og dreifið vel úr.
 7. Bakið í ofninum í um um 35-40 mínútur og hrærið í hnetunum á 15 mínútna fresti.
 8. Kælið hneturnar og njótið þegar þær eru orðnar stökkar og góðar.
Jólapekanhnetur; sykraðar pekanhnetur; Til hamingju hnetur; Hnetur með kanil; hnetur með sykur og kanil; ristaðar hnetur; ristaðar jólahnetur

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun