
Ég elska sykurristaðar jólamöndlur með kanilkeim og langaði að prófa að útfæra slíkt yfir á pekanhnetur þar sem það eru uppáhalds hneturnar mínar. Það tókst alveg frábærlega og ef þetta kemur okkur ekki í jólaskap þá veit ég ekki hvað!

Þessar ristuðu kanilhnetur eru hættulega góðar.

Sykraðar pekanhnetur
- 500 g Til hamingju pekanhnetur
- 90 g sykur
- 100 g púðursykur
- 1 msk. kanill
- 1 tsk. salt
- 1 eggjahvíta
- ½ tsk. vanilludropar
- 1 tsk. vatn
- Hitið ofninn 150°C
- Hrærið saman báðum tegundum af sykri ásamt kanil og salti og leggið til hliðar.
- Setjið eggjahvítu, vanilludropa og vatn í skál og léttþeytið þar til topparnir halda sér.
- Veltið pekanhnetunum upp úr eggjahvítublöndunni.
- Hellið sykurblöndunni yfir pekanhneturnar og vefjið saman með sleif þar til allar hneturnar eru vel hjúpaðar.
- Hellið á bökunarplötu sem er íklædd bökunarpappír og dreifið vel úr.
- Bakið í ofninum í um um 35-40 mínútur og hrærið í hnetunum á 15 mínútna fresti.
- Kælið hneturnar og njótið þegar þær eru orðnar stökkar og góðar.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM