Tiramisu



⌑ Samstarf ⌑
Besta tiramisu í heimi

Ég þori varla að viðurkenna það en ég hef aldrei áður útbúið tiramisu! Oft fæ ég mér þennan eftirrétt á veitingastöðum en einhverra hluta vegna ekki enn ráðist í hann í eldhúsinu, sem ég skil auðvitað ekki núna eftir að hafa prófað! Það þarf ekki einu sinni að baka neitt, bara setja saman, kæla og njóta, namm!

Tiramisu, fullkominn eftirréttur

Þetta var mun einfaldara en ég hélt og eftir að hafa skoðað trilljón uppskriftir og aðferðir á alnetinu sauð ég saman í mína útfærslu af þessari dásemd. Ég reyndi að hafa hana einfalda og aðferðina þannig að allir myndu treysta sér í tiramisugerð.

Captain Morgan black spiced romm fyrir tiramisu köku

Útkoman var fullkomin og Kalli vinur okkar sagði þetta væri besta tiramisu sem hann hefði smakkað!

Tiramisu kaka með kaffi og rommi

Tiramisu

  • 4 eggjarauður
  • 140 g flórsykur
  • 500 g Mascarpone rjómaostur við stofuhita
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • 500 ml þeyttur rjómi (skipt í 100 ml og 400 ml)
  • 230 ml kaffi (kælt)
  • 3 msk. Captain Morgan Black Spiced romm
  • Um 2 ½ pk. Lady fingers kex (hver pakki 125 g)
  • Bökunarkakó til skrauts
  1. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og þykk blanda myndast (um 5 mín).
  2. Bætið þá Mascarpone osti og fræum úr vanillustöng saman við og þeytið vel áfram þar til vel blandað.
  3. Vefjið þá 100 ml af þeyttum rjóma saman við með sleif og leggið blönduna til hliðar.
  4. Hellið kaffi og rommi saman í grunnan disk með köntum sem auðvelt er að dýfa kexinu í án þess að kaffæra því alveg.
  5. Dýfið Lady fingers kexi snöggt í kaffi/romm á báðum hliðum og raðið í botninn á um 25×25 cm formi (passið ykkur að gegnbleyta það ekki því þá verður það lint og slepjulegt).
  6. Setjið helming rjómaostablöndunnar yfir kexið og dreifið úr með kökuspaða.
  7. Dýfið næsta lagi af kexi í kaffi/romm og leggið ofan á og smyrjið síðan restinni af rjómaostablöndunni þar yfir.
  8. Plastið og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir (eða yfir nótt).
  9. Setjið að lokum 400 ml af þeyttum rjóma í sprautupoka/zip-lock með um 2 cm gati og sprautið jafnt í bústnar doppur ofan á rjómaostablönduna (ég sprautaði 8×8 doppur í þetta ferkantaða kökuform).
  10. Setjið bökunarkakó í sigti og stráið yfir rjómann.
  11. Skerið í sneiðar og njótið.
Captain Morgan black spiced romm fyrir tiramisu köku

Captain Morgan Black Spiced rommið kom virkilega vel út í kökunni svo ég mæli sannarlega með þið prófið!

Best tiramisu ever

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun