Brauðbollur með kúmeniBrauðbollur með kúmeni

Brauðbollur eru eitt það besta sem við fáum og eru margar útfærslur af slíkum hér á síðunni. Þessi hér fær sér færslu fyrir sig af því að í lok síðasta sumars fórum við í fjölskylduferð til Viðeyjar og tíndum þar ferskt, villt kúmen!

Brauðbollur með kúmeni

Ég vissi ekki einu sinni að villt kúmen yxi á Íslandi og því tók ég eðlilega svolítið af þessu með mér heim og notaði fræin síðan í brauðbollurnar nú um daginn. Þetta kúmen er aðeins fínlegra og bragðmeira en það sem maður kaupir í búðunum og mikið sem það var gaman að prófa að nota þetta í bakstur.

Brauðbollur með kúmeni

Brauðbollur með kúmeni

Um 35 stk

 • 180 g smjör
 • 530 ml nýmjólk
 • 2 pk þurrger (2x 11,8 g)
 • 140 g sykur
 • 1020 g hveiti
 • 1 tsk. salt
 • 3 msk. kúmen
 1. Bræðið smjörið í potti og hellið mjólkinni saman við. Hitið þar til blandan velgist, takið af hellunni og hrærið gerinu út í blönduna, leyfið gerinu að liggja í pottinum á meðan annað er undirbúið.
 2. Setjið sykur, hveiti, salt og kúmen í hrærivélarskálina og blandið vel saman.
 3. Hellið mjólkurblöndunni rólega saman við á meðan þið hnoðið deigið með króknum þar til það myndar kúlu.
 4. Takið kúluna upp úr, hnoðið aðeins í höndunum og setjið hana síðan í skál sem búið er að pensla með matarolíu og snúið henni einu sinni í skálinni til að deigkúlan hjúpist öll með olíu.
 5. Plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í 45-60 mínútur.
 6. Hitið ofninn í 220°C, skiptið deiginu niður í smærri einingar (um 35 stk) og hnoðið í bollur.
 7. Raðið þeim á bökunarpappír á bökunarplötu og leyfið þeim að hefast aftur í um 15-30 mínútur.
 8. Bakið að lokum í 10-12 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar.
Brauðbollur með kúmeni

Það má auðvitað sleppa því að setja kúmen í hluta deigsins ef einhverjir kjósa það heldur. Hér gerum við yfirleitt bland af hvorutveggja og frystum síðan restina og stelpurnar grípa með í nesti. Bestar þykja okkur þær með smjöri og osti nýbakaðar og með kakómalti með.

Brauðbollur með kúmeni

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun