
Í upphafi nýs árs er alltaf gott að fá gómsætar og hollar hugmyndir að morgunverði, millimáli eða bara hvaða máli sem er!

Það er hægt að nota granóla í alls konar dásamlegar uppskriftir og samsetningar og hér koma þrjár hugmyndir fyrir ykkur að prófa.

Brakandi granóla í bland við mjúkan Chia graut fer virkilega vel saman.

Grísk jógúrt með granóla og ávöxtum
Eitt glas
- 4 msk. Til hamingju Granóla
- 6 msk. grísk jógúrt
- Hindber og bláber eftir smekk
- Setjið 3 msk. af jógúrt í botninn á glasi/krús, 2 msk. af granóla þar ofan á og síðan ber. Endurtakið og njótið.

Chia grautur með granóla
Ein krús
- 125 ml mjólk (vanillumjólk, venjuleg mjólk, haframjólk eða önnur mjólk)
- 30 g Til hamingju chia fræ
- 4 msk. Til hamingju granóla
- 2 msk. grísk jógúrt
- Möndluflögur eftir smekk
- Hrærið saman mjólk og chia fræjum, plastið krúsina og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
- Setjið um 3 msk. af granóla ofan á grautinn, næst grísku jógúrtina og svo aftur smá granóla og möndluflögur.

Granóla morgunboost
Ein kanna
- ½-1 banani (eftir stærð)
- 150 g vanilluskyr
- 4 msk. Til hamingju granóla
- 1 msk. Til hamingju kókosflögur
- 1 tsk. bökunarkakó
- 2 msk. kalt kaffi
- 90 ml mjólk (vanillumjólk, venjuleg mjólk, haframjólk eða önnur mjólk)
- 1 lúka klakar
- Allt sett saman í blandarann og blandað vel.

Namm!

Ég veit ekki með ykkur en ég er í það minnsta að fara að gera þessar uppskriftir reglulega, þær voru hver annari betri. Granólað er brakandi stökkt og ferskt og passar einstaklega vel með jógúrtvörum sem og öðru.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM