Lava-kökur á núll einni



⌑ Samstarf ⌑
Blaut súkkulaðikaka

Það var að bætast við nýjung í Beldessert Moelleux súkkulaðikökufjölskylduna! Það er súkkulaðikaka með saltri karamellu sem ýmist má setja í örbylgjuofninn í um mínútu eða í bakaraofninn.

Lava kökur

Beldessert Salted Caramel Lava Cake

Þessi gefur systrum sínum ekkert eftir og var alveg guðdómleg! Gott er að bera hana fram með vanilluís og svo má auðvitað toppa með meiri karamellusósu og sykruðum heslihnetum ef þess er óskað.

Súkkulaðikaka blaut

Mmmm…..

Beldessert Moelleux Salt Karamellu Lava kökurnar fást í Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum og Melabúðinni.

Heit súkkulaðikaka með Baileys og blautri miðju

Það þarf sannarlega ekki alltaf að vera flókið til að vera gott! Það kannast eflaust margir við Beldessert Moelleux súkkulaðikökurnar með blautu miðjunni sem hægt er að kaupa frosnar í verslunum. Þær hef ég í það minnsta notað í mörg herrans ár þegar mig vantar góðan eftirmat og ekki skemmir fyrir að þær geta verið tilbúnar á innan við einni mínútu!

Lava kaka með blautri miðju

Það er fátt betra en volg súkkulaðikaka með ís eða rjóma og góðum berjum….mmmmm!

Hér fyrir neðan er ég búin að prófa aðrar bragðtegundir sem eru í boði um þessar mundir og setja saman hugmyndir að meðlæti. Það eru hefðbundin súkkulaðikaka sem hefur verið til um árabil en einnig súkkulaðikaka með Baileys og VEGAN súkkulaðikaka sem eru nýjungar á markaðnum.

Beldessert VEGAN Moelleux Lava Cake

Vegan súkkulaðikaka með blautri miðju

Hér er ég búin að hita þessa dásemdar VEGAN súkkulaðiköku sem gerð er úr dökku belgísku súkkulaði, kókosrjóma og grænmetisolíu. Með henni er þeyttur VEGAN rjómi ásamt bláberjum og jarðarberjum.

Vegan súkkulaðikaka með blautri miðju

Þessi kaka er frábær í VEGAN flóruna og algjör snilld að geta keypt svona tilbúna! Ég er ekki VEGAN sjálf en hins vegar er það fólk í kringum mig og næst þegar þau koma í mat (þegar Covid gefur leyfi auðvitað) er lítið mál að bjóða þeim í góðan „desrétt“ án nokkurrar fyrirhafnar.

Það þarf reyndar alls ekki að vera VEGAN til að gæða sér á þessari ljúffengu súkkulaðiköku því hún var alveg hreint guðdómleg á bragðið…..einhver þurfti jú að smakka og borða allar þessar kökur sko!

Vegan súkkulaðikaka með blautri miðju

Beldessert VEGAN Lava kökurnar fást í Extra, Fjarðarkaup, Nettó, Melabúðinni og Veganbúðinni.

Beldessert Moelleux Lava Cake

Lava kaka með blautri miðju

Hér er á ferðinni þessi klassíska, sem ég hef keypt ótal oft í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að taka hana úr forminu og hita á disk fyrir hvern og einn. Það er gott að leyfa hitanum síðan aðeins að rjúka úr og bera fram með því sem ykkur þykir gott, hér er ég með rjómaís og hindber sem passa ótrúlega vel með henni.

Lava kaka með blautri miðju

Ég hita kökuna í 35 sekúndur í 900W örbylgjuofni og þá er miðjan blaut og góð. Mér finnast þessar kökur fullkomnar þegar mig vantar fljótlegan eftirrétt og svo finnst mér líka æðislegt að geta bara náð mér í eina og fengið mér þegar hugurinn kallar á köku! Ég myndi því segja að það sé ákveðin nauðsyn að eiga svona kassa í frystinum, hahaha!

Heit súkkulaðikaka með blautri miðju

Beldessert Moelleux Klassísku Lava kökurnar fást í Bónus, Extra, Fjarðarkaup, Hagkaup, Heimkaupum, Melabúðinni og Nettó.  

Beldessert Baileys Moelleux Lava Cake

Heit súkkulaðikaka með Baileys og blautri miðju

Baileys aðdáendur takið eftir! Þessi kaka er ekki bara falleg, heldur einstaklega góð með Baileys fyllingu í miðjunni, namm!

Heit súkkulaðikaka með Baileys og blautri miðju

Ég ætla alveg að viðurkenna að mér fannst alls ekkert leiðinlegt að smakka þessa útfærslu. Fyrir þá sem vilja smá tilbreytingu frá hinni hefðbundnu súkkulaðiköku og elska Baileys, eins og undirrituð, þá er þessi málið!

Heit súkkulaðikaka með Baileys og blautri miðju

Beldessert Baileys Moelleux Lava kökurnar fást í Extra, Fjarðarkaup, Hagkaup, Melabúðinni og Nettó

Það sem er síðan svo mikil snilld við þessar kökur að það er hægt að bjóða upp á sitt lítið af hverju. Þannig geta allir valið það sem þeim hentar, kakan er sett á disk og inn í örbylgjuofn í 35-40 sekúndur og „Voila“, dessertinn er tilbúinn! Kökurnar má einnig setja frosnar í bakaraofn og baka þær við 10-12 mínútur við 200°C.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun