Heit súkkulaðikakaValentínusar – eftirrétturinn!

Þessi heita súkkulaðikaka er algjört lostæti, hún er blaut í sér og í raun eins og litlar „franskar“ súkkulaðikökur með blautri miðju  nema súkkulaðibráðinni er hellt ofaná kökuna sjálfa. Kakan er einföld í framkvæmd og ef ég er með hana sem eftirrétt er ég alltaf búin að gera kökudeigið fyrr um daginn og hella því í form og geymi með plastfilmu yfir við stofuhita þar til hún fer í ofninn.  Hráefnið í bráðina hef ég síðan tilbúið í litlum skaftpotti til að þurfa ekkert að gera nema setja kökuna í ofninn og kveikja undir pottinum á bráðinni þegar styttast fer í eftirmat.

Kakan

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 200 gr smjör
 • 250 gr súkkulaði
 • 1 dl hveiti

Súkkulaðibráð

 • 70 gr smjör
 • 150 gr súkkulaði
 • 4 msk síróp

Aðferð

 1. Hitið ofninn170 °C.
 2. Smjör og súkkulaði brætt saman í potti og látið kólna svolítið.
 3. Egg og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst.
 4. Súkkulaðiblöndunni blandað saman við eggin og sykurinn.
 5. Hveiti bætt varlega útí að lokum.
 6. Bakað við í um 35 mín í vel smurðu kökuformi (c.a 27-30cm í þvermál fyrir þessa uppskrift).
 7. Kakan látin standa í nokkrar mínútur á meðan súkkulaðibráðin er útbúin.
 8. Súkkulaðibráðin: Setjið öll hráefnin í pott og bræðið á meðalhita þar til allt hefur blandast vel saman.
 9. Hellið yfir kökuna og dreifið með spaða til að jafna bráðina.
 10. Berið kökuna fram heita/volga með ís, rjóma og jarðaberjum (eða öðru sem ykkur þykir gott)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun