Karamellumarengs⌑ Samstarf ⌑
Marengsterta með karamellu og rjóma

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Marengskaka með karamellu og rjóma

Yndislega Heiða mágkona mín gaf mér þennan fallega kökudisk í afmælisgjöf í nóvember og loksins kom tækifæri til að nota hann.

Púðursykurmarengs með karamellu

Karamellumarengs

Marengsbotnar uppskrift

 • 5 eggjahvítur
 • 220 g púðursykur
 1. Hitið ofninn í 130°C.
 2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða.
 3. Bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og stífþeytið þar til topparnir halda sér.
 4. Teiknið tvo um 20 cm hringi í þvermál á sitthvorn bökunarpappírinn á bökunarplötu og dreifið úr marengsblöndunni.
 5. Bakið í 60 mínútur, slökkvið á ofninum og leyfið botnunum að kólna með ofninum.

Karamella uppskrift

 • 180 g Dumle karamellur (1 ½ poki)
 • 70 ml rjómi
 • Bræðið saman í potti við meðalháan hita þar til karamellurnar hafa bráðnað.
 • Setjið um helming karamellunnar á neðri marengsbotninn og leyfið henni að kólna áður en þið setjið rjómann yfir.
 • Setjið síðan restina ofan á seinni botninn áður en þið toppið með rjóma, berjum og súkkulaði.

Fylling og skraut

 • 600 ml þeyttur rjómi
 • 130 g saxað Toblerone
 • Driscolls hindber og jarðarber
 • Blóm
 1. Blandið um 100 g af söxuðu Toblerone varlega saman við rjómann.
 2. Setjið um 2/3 blöndunnar á milli botnanna (yfir karamelluna).
 3. Setjið næsta botn ofan á, restina af karamellunni og um 1/3 sem eftir er af rjómanum.
 4. Toppið rjómann síðan með berjum, söxuðu Toblerone og blómum.
Púðursykurmarengs með Dumle

Namm þetta er svo undursamleg terta og marengstertur hitta alltaf í mark!

Púðursykurmarengs terta

Það er eitthvað við það að toppa kökur með ferskum blómum. Jafnvel skakka og krúttlega marengstertu eins og þessa, sem gerir hana svo fallega.

Áramótaterta

Svo má alveg skella nokkrum stjörnuljósum á toppinn því það er aaaaaaaaaaaaaaalveg að koma nýtt ár!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun