Marsípan og marengs⌑ Samstarf ⌑
Marsípan og marengsterta með núggati og rjóma

Hér er á ferðinni tilraunakaka sem ég setti saman úr hráefnum sem mér þykja mjög góð. Ég hef oft gert púðursykurmarengs og síðan elska ég marsípan og kransakökur þannig að ég ákvað að reyna að blanda þessu einhvern vegin saman og úr varð dásamleg marsípan- og marengsterta.

Marsípan og marengsterta með núggati og rjóma

Þykk núggatsósa er sett ofan á marsípanbotninn og einnig ofan á marengsinn til skrauts og gerir það bragð mikið fyrir kökuna.

Marsípan og marengsterta með núggati og rjóma

Þessi tilraun heppnaðist í það minnsta ofurvel og þeir sem smökkuðu þessa voru allir sammála um að hún væri guðdómlega góð. Fólk átti von á svampbotni neðst en svo kom marsípanbragðið skemmtilega á óvart.

Marsípan og marengsterta með núggati og rjóma

Litla dúllan mín fylgist oft spennt með þegar mamman er að mynda kökur og bíður eftir því að fá að smakka. Nýjasta hjá henni er að fá að hjálpa til svo litlir fingur með afmáðu naglalakki munu eflaust lauma sér inn á nokkrar myndir hér á næstunni.

Odense nougat

Marsípan og marengs

Marsípanbotn

 • 140 g smjör við stofuhita
 • 150 g sykur
 • 200 g Odense marsípan
 • 2 egg
 • 150 g hveiti
 1. Hitið ofninn 170°C.
 2. Hrærið saman smjör, sykur og marsípan með K-inu þar til vel blandað.
 3. Setjið þá eggin saman við, eitt í einu og skafið vel niður á milli.
 4. Að lokum fer hveitið saman við þar til deigið er vel blandað.
 5. Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm bökunarformi og spreyið síðan hliðar og pappír vel með matarolíuspreyi og dreifið deiginu jafnt yfir formið.
 6. Bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út og botninn fer að gyllast í hliðunum, kælið.

Marengsbotn

 • 3 eggjahvítur
 • 210 g púðursykur
 1. Hitið ofninn 130°C.
 2. Þeytið eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir halda sér.
 3. Teikning hring á bökunarpappír með sama formi og marsípanbotninn er bakaður í.
 4. Dreifið síðan úr marengsinum innan hringsins en skiljið um ½-1 cm eftir allan hringinn þar sem marengsinn mun leka aðeins til hliðanna. Mér fannst fallegt að hafa hann aðeins kúptan í miðjunni svo ég dreifði úr honum þannig og það kom mjög vel út.
 5. Bakið í 60 mínútur og slökkvið þá á ofninum og leyfið botninum að kólna inn í honum án þess að opna (þá eru meiri líkur á því að hann haldi lögun sinni).

Núggatsósa

 • 220 g Odense núggat
 • 150 g dökkir Odense súkkulaðidropar
 1. Bræðið núggat og súkkulaðidropa í vatnsbaði þar til bráðið.
 2. Takið af hitanum og leyfið að ná stofuhita, hrærið reglulega í á meðan og geymið.

Rjómi á milli

 • 500 ml rjómi (þeyttur)
 • 100 g dökkir Odense súkkulaðidropar (saxaðir smátt)
 1. Vefjið söxuðu súkkulaði saman við þeyttan rjómann og geymið.

Samsetning

 1. Setjið marsípanbotninn á fallegan kökudisk.
 2. Hellið um 2/3 af núggatsósunni ofan á botninn og dreifið jafnt úr.
 3. Setjið næst þeytta rjómann með súkkulaðinu ofan á núggatsósuna.
 4. Þá fer marengsbotninn ofan á rjómann og að lokum smá láta restina af núggatsósunni leka ofan á marengsbotninn.
 5. Gott er að geyma kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt áður en hennar er notið.
Odense marsípan, súkkulaði og núggat

Ég elska að útbúa eitthvað góðgæti með marsípani og þið megið endilega senda mér hugmyndir af uppskriftum á gotteri@gotteri.is. Ofarlega á óskalistanum eru kanilsnúðar með marsípani, eplabaka með marsípani, marsípanhattar og alls konar fleira sniðugt.

Marsípan og marengsterta með núggati og rjóma

Þessi var alveg dásamleg!

Odense marsípan

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun