
Hér er á ferðinni algjör snilldarhugmynd fyrir áramótin eða aðra viðburði. Melóna með muldum lakkrísbrjóstsykri og freyðivín fer hrikalega vel saman!

Vinkonur mínar voru að dásama melónu með lakkrís frá veitingastaðnum ROK og þannig fékk ég þessa hugmynd.

Þetta var svo brjálæðislega gott combo svo ef ykkur vantar fljótlegan og góðan bita með freyðivíninu þá er þessi hér svo sannarlega þess virði að prófa!

Kantalópu melóna með lakkrísbrjóstsykri
- Kantalópu melóna
- Mulinn Tyrkisk Peber brjóstsykur
Skerið melónuna í sneiðar og stráið muldum brjóstsykri yfir, namm!

Mmmmmm……
