Partýhnetur⌑ Samstarf ⌑
Bjórhnetur

Hér eru á ferðinni hnetur sem eru í senn sætar undir tönn og bragðsterkar um leið. Þær eru hið fullkomna partýsnakk en ég verð þó að segja að „Sweet&spicy“ hljómar mun betur en sætar og sterkar!

beer and nuts

Maður hugsar svona lagað oft meira sem fullorðinssnakk en dætur mínar elskuðu þetta jafn mikið og við svo þetta er klárlega snakk fyrir alla fjölskylduna.

beer nuts

Partýhnetur

 • 500 g hnetur/möndlur að eigin vali (Ég notaði valhnetur, kasjúhnetur, jarðhnetur og möndlur í bland)
 • 1 msk. smjör
 • 110 g sykur
 • 4 msk. vatn
 • Um ¼ tsk af cheyenne pipar, cumin, chilidufti, salti, pipar, hvítlausdufti eða öðrum kryddum sem ykkur finnast góð, c.a 2 tsk í heildina af góðum kryddum.
 1. Setjið vatn, sykur og smjör saman í pott og bræðið saman, þegar bráðið má leyfa blöndunni að sjóða í um eina mínútu og hræra vel í allan tímann.
 2. Blandið hnetum og kryddum saman í skál, hellið vatninu yfir og blandið saman þar til hneturnar eru orðnar vel hjúpaðar og glansandi.
 3. Hellið þeim þá yfir í ofnskúffu, íklædda bökunarpappír og dreifið vel úr.
 4. Bakið við 175°C í 10 mínútur, takið út og hrærið saman með sleif í nokkrar mínútur eða þar til kryddhúðin þykknar og þið náið að hjúpa hneturnar enn betur (tekur um 3-4 mín).
 5. Dreifið þá aftur úr hnetunum og bakið að nýju í um 6-8 mínútur, passið bara að taka þær strax út ef einhverjar virðast byrja að brenna, þá ættu þær að vera tilbúnar.
 6. Takið hneturnar úr ofninum og leyfið að kólna alveg, gott að hræra í blöndunni af og til og losa þannig hneturnar betur í sundur.

Þarf alltaf að vera vín?
Nei svo sannarlega ekki því það er til áfengislaus bjór frá Krombacher sem bragðast nákvæmlega eins og sá áfengi nema það að vera ekki áfengur sem er snilld. Hann er einfaldlega hægt að versla í matvöruverslunum (t.d Krónunni) um leið og keypt er í matinn.

kryddhnetur

Það er eitthvað við hnetur sem búið er að rista á þennan hátt sem er alveg ómótstæðilegt, þær hreinlega biðja mann um að borða sig.

partýhnetur

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun