Naan pizzur



⌑ Samstarf ⌑
Naan pizzur

Ég var að skoða hugmyndir af naan pizzum á netinu um daginn og það kom upp heill hellingur af sniðugum hugmyndum.

Naan pizza caesar salad

Eins og oft gerist langaði mig að prófa alls konar svo ég ákvað að útfæra tvær af þeim hugmyndum sem ég fann yfir í eitthvað gómsætt.

Naan pizzur

Tælensk pizza

Naan pizza með tælensku yfirbragði

  • 2 x naan brauð
  • 2 x kjúklingabringa
  • Rauðlaukur
  • Paprika
  • Rifinn ostur
  • Jarðhnetur
  • Kóríander
  • Hellmann‘s hvítlauksmajónes (Roasted Garlic Mayonnaise)
  1. Skiptið kjúklingnum í hnetusósunni (sjá uppskrift af hnetusósu hér að neðan) yfir naan brauðin.
  2. Skerið lauk og papriku í þunnar sneiðar og raðið yfir kjúklinginn.
  3. Næst fer rifinn ostur yfir allt og inn í ofn við 200°C í um 5-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
  4. Toppið með vel af hvítlauksmajónesi, söxuðum jarðhnetum og fersku kóríander.

Hnetusósa

  • 2 msk. Kikkoman soyasósa
  • 2 msk. maple sýróp
  • 1 msk. lime safi
  • ½ tsk. Sriracha sósa
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • 125 g hnetusmjör (gróft)
  1. Setjið allt nema hnetusmjör í skál og hrærið saman, hellið yfir steikta kjúklingabitana á pönnunni.
  2. Hrærið síðan hnetusmjörinu saman við þar til allt hefur blandast vel og skiptið niður á naan brauðin.
Caesar salad pizza

Naan pizza með Caesar salati

  • 2 x naan brauð
  • 2 x kjúklingabringa
  • Rifinn ostur
  • Rifinn parmesan ostur
  • 6-8 beikonsneiðar (stökkar)
  • Romain salat
  • Ólífuolía
  • Salt, sítrónupipar og hvítlauksduft
  • Hellmann‘s Caesar salad dressing (Caesar with Smoked Garlic)
  1. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið til með salti, sítrónupipar og hvítlauksdufti.
  2. Smyrjið naan brauðin með ólífuolíu og setjið kjúklingabita, rifinn ost og rifinn parmesan ost yfir og bakið við 200°C í um 5-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
  3. Saxið romain salat niður, myljið beikon saman við og setjið vel af Caesar salat dressingu yfir og hristið allt saman.
  4. Setjið vel af salati yfir hvort naan brauð ásamt því að rífa parmesan ost yfir allt og ekki er verra að toppa með meira af dressingu í lokin.

Pizzurnar voru báðar mjööööög góðar og skemmtileg tilbreyting en við vorum sammála um að sú tælenska væri meira djúsí. Það er því mikilvægt að hafa nóg af Caesar dressingu á hinni þegar þið útbúið hana.

naan pizza

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM líka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun