Franskur ostabakki



Franskur ostabakki

Ég var svo einstaklega heppin á dögunum að fá dýrindis sendingu af ostum, pylsum, kæfu og makkarónum keyrðar upp að dyrum á sunnudegi. Það var hún María hans Sverris fyrrum vinnufélaga míns sem var svona hugulsöm.

Geitaostur

Þau hjón voru að koma frá Frakklandi og mikið sem þau voru dásamleg að hugsa til mín, matarkonunnar miklu á ferðalagi sínu. Upp úr pokanum kom dýrindis kæfa, pylsur og geitaostur frá markaði í Frakklandi og síðast en ekki síst undurfallegar makkarónur frá Luxemburgerli sem eru einar allra bestu makkarónur í heimi. Saga Luxemburgerli nær allt aftur til 1836 þegar David Sprüngli  opnaði sælkeraverslun í Zurich svo það má segja það sé hægt að rekja sögu þeirra langt aftur í ættir.

Franskar makkarónur

Makkarónurnar eru litlar og krúttlegar og hver annarri betri svo ef þið rekist á þessa dásemd á ferð ykkar um heiminn einn daginn, mæli ég með því að þið grípið með ykkur öskju.

Macarons

Andakæfan fór á steinbakað snittubrauð sem búið var að rista örskamma stund og kunnu góðir gestir hana vel að meta.

Takk fyrir mig María&Sverrir!

ostabakki

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun