Naan vefjur



⌑ Samstarf ⌑
Geggjað hvítlauksmajónes

Fyrir áramótin útbjó ég nokkrar einfaldar og girnilegar uppskriftir fyrir Hellmann’s í tilefni þess að nýjar „Street Food“ sósur voru að koma á markaðinn. Þetta eru algjörar snilldar sósur í hentugum umbúðum og ég byrja á að deila með ykkur uppskrift af naan vefjum með hvítlauks- og jalapeño majónesinu því það er mitt uppáhald.

Naan vefja

Ég elska allt hægeldað og rifið svínakjöt eða nautakjöt passar ótrúlega vel í svona naan brauð, vefjur eða hamborgarabrauð og er ekta helgarmatur að mínu mati.

Hægeldað nautakjöt í vefju eða naan brauð

Naan vefjur uppskrift

Fyrir um 4 manns

Hægeldað nautakjöt aðferð

  • 800 g nautakjöt (ribeye, lund eða annað)
  • 150 ml Kikkoman soyasósa
  • 150 ml ólífuolía
  • 50 ml sesamolía
  • 1 rautt, saxað chili
  • 4 msk. púðursykur
  • 2 rifin hvítlaukrif
  1. Steikið nautakjötið upp úr ólífuolíu við háan hita í stutta stund til að rétt brúna það á báðum hliðum.
  2. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál á meðan og hellið yfir nautakjötið í pottinum.
  3. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið vel niður og leyfið kjötinu að malla í 4-5 klukkustundir við lágan hita (2-3 klst á aðeins hærri hita duga alveg ef þið eruð á hraðferð).
  4. Takið þá bitana upp úr, rífið í sundur með gaffli og blandið sósu úr pottinum saman við eftir smekk áður en kjötið er sett í vefjuna.

Annað meðlæti

  • 8-12 lítil naan brauð
  • Gulrætur skornar í strimla
  • Rauðkál skorið smátt niður
  • Iceberg kál
  • Kóríander
  • Radísur (þunnt skornar)
  • Hellmann‘s Garlic Jalapeño streetfood majónes
  1. Hitið/ristið naan brauðin.
  2. Setjið grænmeti í brauðið og því næst rifið nautakjöt.
  3. Að lokum má setja vel af Garlic majónesi yfir allt saman.
Hvítlauks majónes eða garlic mayo

Þetta hvítlauks- og jalapeño majónes er algjör snilld og erum við fjölskyldan farin að nota það á ansi margt. Manninum mínum finnst það til dæmis geggjað yfir pizzur svo þetta er eitthvað sem þið verðið að prófa!

Tætt nautakjöt í vefju

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun