„Sweet Sixteen“ afmælispartý



Partývörur

Elsta dóttir mín varð 16 ára þann 19.október síðastliðinn. Hún fer alveg að verða of stór til þess að ég fái nokkuð að skipta mér af afmælisundirbúningi og hefur oftar en ekki bara séð um það sjálf með frábærum árangri.

Partývörur

Mér þótti því gaman að fá að hafa puttana í undirbúningi því hver veit nema þetta hafi verið í síðasta skipti sem ég fæ það hjá henni, tíhí. En sem betur fer á ég nú tvær aðrar minni sem leyfa mér vonandi að skipta mér af aðeins lengur! Hún bauð nokkrum stelpum heim í mat og síðan komu fleiri vinir í partý síðar um kvöldið og restinni af fjölskyldunni var úthýst fram eftir nóttu, haha!

Letter cake

Boðið var upp á fingramat & sushi og síðan voru kökur og önnur sætindi í eftirrétt. Ég bakaði afmælisköku og gerði Brownie-stafaköku en að öðru leyti voru veitingar aðkeyptar. Hér fyrir neðan getið þið séð hvað var í boði og tillögur af skreytingum og hugmyndir fyrir partý hjá sextán ára skvísu.

Veisla; blöðrur; afmæli

Litaþemað var dökkblátt, gyllt/rose gold, bleikt og hvítt og kemur allt þetta fallega partýdót frá Partývörum. Það er hægt að sitja heima og skipuleggja veisluna frá A-Ö og fá allt fína dótið sent til sín úr netversluninni eða kíkja til þeirra og skoða.

Stafakaka

Hlutprent sá að vanda um að útbúa falleg sérhönnuð kökuskilti sem gera kökurnar svo miklu skemmtilegri. Að þessu sinni voru þau dökkblá í stíl við þemað.

Afmæliskaka

Afmæliskakan samanstóð af 5 súkkulaðibotnum, súkkulaðismjörkremi og síðan var hún skreytt með vanillusmjörkremi að utan og á nútímalegan hátt með mislitu smjörkremi hér og þar, gylltum slettum, makkarónum og ferskum blómum. Kökuskiltið er frá Hlutprent og demanta tölustafirnir frá Partývörum. Þið getið séð aðferðina á INSTAGRAM í Highlights.

Tokyosushi

Þetta fallega og góða sushi kom frá Tokyo Sushi og voru þeir svo yndislegir að raða öllu beint á kökudiska/trébretti frá mér þar sem mér finnst það alltaf skemmtilegra en að hafa plastbakka. Ef þið viljið gera slíkt þarf bara að koma til þeirra bökkunum daginn áður en sækja á veitingarnar.

Sushi á íslandi

Við vorum með allt matarkyns á skenknum og síðan sætindi á borðstofuborðinu.

Boðið var upp á sushi, kjúklingaspjót og kjötbollur í HoiSin.

Kjúklingaspjót; Stórkaup

Kjúklingaspjótin eru frá Stórkaup eins og svo oft áður og eru þetta Satay spjótin. Þau þarf aðeins að hita og hægt er að gera það fyrr um daginn og bera fram köld í veislunni. Með spjótunum er síðan sweet chili sósa og hvítlaukssósa sem einnig fæst í Stórkaup.

Kjötbollur;Stórkaup

Kjötbollurnar eru einnig frá Stórkaup og eru hitaðar í HoiSin sósu í ofni. Þær má einnig gera í tíma og bera kaldar fram í veislunni. Fallegt er að strá smá sesamfræjum yfir og bera fram með hvítlaukssósu.

Þessa krúttlegu kokteilpinna má fá hjá Partývörum.

Afmæli;pappamál; pappadiskar

Makkarónur og vanillubollur komu frá Stórkaup en það er svo mikil snilld hvað það er hægt að kaupa margt frosið þar til að létta fyrir í undirbúningi. Ekki skemmir síðan fyrir hvað þetta er allt saman stórgott!

Númerakaka

Ég notaði einmitt hluta af makkarónunum til að skreyta kökurnar og litaði nokkrar rosegold í stíl við afmælisþemað með kökudufti frá Odense.

Óáfengt freyðivín

Þetta er síðan ein mesta snilld sem ég hef séð en þetta er óáfengt freyðivín. Sextán ára skvísum fannst þetta mikil stemming og styð ég að sjálfsögðu vímulausa æsku og vona þær haldi sig við þetta um ókomin ár! Það er að sjálfsögðu fullt af fólki sem ekki drekkur áfengi og þá er þetta líka leið til þess að vera með í stemmingunni, ekki skemmir síðan fyrir hvað flaskan er falleg. Þessa tegund er hægt að fá í verslunum Nettó.

Óáfengt freyðivín

Hjá þessum krökkum í dag snýst síðan mikið um myndir, selfies, samfélagsmiðla og stuð. Það var því ekki úr vegi að fá myndabox fá Instamyndum í veisluna og drottinn minn hvað þau skemmtu sér vel með þetta. Þeim fannst þetta svaka fjör, flottur rosegold bakgrunnur var í stíl við afmælisþemað og síðan standa eftir fullt af skemmtilegum minningum og myndum fyrir albúmið.

Instamyndir; myndabox

Það er einfalt að skella þessu upp, þarf bara að hengja upp bakgrunn og smella ljósinu í samband og byrja að leika sér. Þau Elías og Bjarney bjóða einnig upp á þá þjónustu að koma og setja þetta saman fyrir þá sem slíkt kjósa.

Instamyndir; myndabox

Greinilega mikið fjör.

Instamyndir; myndabox

Hægt er að velja um lit, svarthvítt og alls konar filtera í myndakassanum. Síðan getur fólk fengið myndirnar sendar beint í símann sinn eða á netfang svo allir ættu að geta notað þessar myndir eftir hentugleika.

Afmælisborð

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM með því að smella hér!

2 Replies to “„Sweet Sixteen“ afmælispartý”

  1. Sæl og takk fyrir þetta.

    Annað sem mig langar til þess að spyrja þig um. Undir veisluhugmyndir ert þú með tékklista og hugmyndir fyrir fermingarveislur. En einhverra hluta vegna þá er ekki hægt að opna þetta núna. Þú varst með góðan hugmyndabanka fyrir þægilegar veitingar sem mér leist svo vel á.

    Bestu þakkir. Hjördís.

  2. Sæl.
    Flottar veitingar.
    Mig langar að spyrja, eru þetta kjúklingabollur eða kjötbollur ??
    Hvaða tegund af bollum eru þetta? Keyptir þú þær frosnar ?

    Bestu þakkir. Hjördís.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun