GOTT veitingastaður



Gott restaurant; veitingahús Vestmannaeyjar

Við fórum á dögunum í haustferð til Vestmannaeyja með vinafjölskyldu okkar. Við fengum kalt og fallegt veður, gistum í sumarhúsi með útsýni yfir allan bæinn og nutum þess að borða góðan mat, fara á söfn, í gönguferðir og hafa það huggulegt.

Gott restaurant; veitingahús Vestmannaeyjar

Veitingastaðurinn GOTT var sá sem við settumst inn á fyrst í hádegismat á laugardegi, vitandi ekki að við myndum enda þar í um tvær klukkustundir að borða dásamlegan mat, fá frábæra þjónustu og komast að því hversu metnaðarfullt og vandað starf fer þar fram.

Veitingahús

Veitingahús eiga sér nefnilega flest hver sögu og GOTT á sér sannarlega fallega sögu og greinlegt er að mikið er lagt upp úr gæðum og og ferskum hráefnum. Allt er búið til frá grunni á staðnum og hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason, fyrrum meðlimur kokkalandsliðsins reka þennan dásamlega stað.

Góðir veitingastaðir

Við vorum tíu saman að snæða, bæði börn og fullorðnir og allir pöntuðu sér mismunandi rétti. Barnamatseðillinn var æðislegur, fullur af veitingum úr góðum hráefnum og bæði börn og fullorðnir voru í skýjunum með matinn.

4 Ocean

Theodóra sá um að þjóna okkur þennan dag og verð ég að segja að heimurinn væri svo sannarlega betri ef allt þjónustufólk væri með hennar framkomu og þjónustulund. Hún gerði heimsóknina okkar enn eftirminnanlegri og dekraði við krakkana með ýmiss konar afþreyingu og kynningu á frábæru verkefni sem GOTT styður.

4ocean

Það er nefnilega þannig að gott fólk lætur gott af sér leiða og það gera þau GOTT hjónin svo sannarlega. Berglind er ekki aðeins bókahöfundur og veitingahúsaeigandi heldur málar hún einnig málverk og hélt hún sérstaka málverkasýningu til styrktar 4ocean verkefninu sem felur í sér að minnka plastúrgang í hafi. Hér er því sannarlega fyrirtæki á ferðinni sem er samfélagslega ábyrgt og mættu allir taka sér slíkt starf til fyrirmyndar.

Barnvænir veitingastaðir; Gott

Krakkarnir dunduðu sér á meðan beðið var eftir matnum og ég tók myndir, en ekki hvað.

Góðir veitingastaðir

Það er nostrað við hvern einasta hlut á veitingastaðnum, engin borð, ljós né stólar eru eins og staðurinn hefur sjarma og karakter sem á engan sinn líkan. Fyrir þá sem eiga ekki leið til Vestmannaeyja þá rekur gott einnig veitingastað í Hafnarstræti í Reykjavík svo höfuðborgarbúar þurfa ekki að örvænta.

Góðir veitingastaðir

Matseðillinn var svo girnilegur að það var erfitt að velja. Þar sem þau sækja ferskan fisk beint af fiskmarkaðnum á hverjum morgni var ekki úr vegi að smakka fisk dagsins sem var smálúða þennan daginn og drottinn minn hvað hún var góð. Við fengum okkur síðan þorsk, hamborgara, vefjur og að lokum dásamlega eftirrétti og kaffi og ætla ég að leyfa myndunum að tala sínu máli hér fyrir neðan.

Matseðilinn má síðan finna hér fyrir áhugasama.

Fiskur á veitingastað

Þegar maður er í fríi er líka alveg í lagi að fá sér hvítvínsglas í hádeginu, sérlega með svona guðdómlegum fiski.

Veitingahús vestmannaeyjar

Hversu girnilegur bragðsterkur GOTT kjúklingaborgari.

Veitingahús vestmannaeyjar

Barnaborgarinn, já þetta er sko enginn venjulegur barnaborgari heldur hollustan uppmáluð!

Veitingahús

Hulda Sif kunni í það minnsta vel að meta hann ásamt einföldu og hollu meðlæti.

Góðir veitingastaðir

Undursamleg og holl vefja.

Góðir veitingastaðir

GOTT ostborgari, namm!

Veitingahús

Allir glaðir með sitt!

Veitingahús

Það er síðan alltaf pláss fyrir „desrétt“ og þessir voru sannarlega ekki af verri endanum.

Veitingahús vestmannaeyjar

Kaffibollinn fallegi…

Gott restaurant; veitingahús Vestmannaeyjar

Það eru smáatriðin sem skipta máli krakkar!

Veitingahús

Hulda Sif var í essinu sínu, ýmist að borða….

Barnvænir veitingastaðir; Gott

…eða leika sér.

Það get ég sagt ykkur að oftast erum við sveitt að elta hana um allt þegar við gerum okkur dagamun og förum út að borða en þarna var allt svo heimilislegt og nóg að dunda við að hún var alveg til fyrirmyndar. Komin úr stígvélunum og búin að gera sig heimakæra, hversu krúttlegt.

Barnvænir veitingastaðir; Gott

Við getum í það minnsta mælt með þessum frábæra veitingastað hvort sem þið eigið leið til Vestmannaeyja eða í Hafnarstrætið. Þau hjónin hafa einnig gefið út frábærar matreiðslubækur með hollum réttum fyrir fjölskylduna og hvet ég ykkur eindregið til að lesa söguna á bakvið þær.

Veitingahús

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun