
Ég virðist frá endalausar hugmyndir að nýjum útfærslum af bökuðum ostum! Ég hef ekki prófað slíkan með beikoni áður og almáttugur minn hvað þetta var GOTT!

Það er mikilvægt að mínu mati að bera ostinn fallega fram og ég eeeeeelska alls kyns pönnur, eldföst mót og annað dúllerí sem hægt er að nota fyrir slíkt. Þessi ofurkrúttlega snilldarpanna er úr Húsgagnahöllinni og passaði undurvel fyrir þennan ost.
Ég var síðan með Feyki ost, salami pylsu, vínber, grillað snittubrauð, hnetur, fíkjur og kex með þessu og þetta fór allt vel saman.

Þessi fallegi HOLM kassi er síðan ótrúlega flottur og tilvalin jólagjöf fyrir þá sem eiga allt, með flöskum……eða án!

Mmmmm þetta var alveg svakalega góður ostur! Fallegu gylltu skrautgreinarnar á þessum myndum eru einnig frá Húsgagnahöllinni. Þær er hægt að sveigja og beygja eftir hentugleika og eru afar fallegt borðskraut.

Bakaður ostur með beikoni og lauk
- 1 x Dala Auður
- 6 beikonsneiðar
- 1 laukur
- 2 msk. púðursykur
- 2 msk. maple sýróp
- ¼ tsk. Cheyenne pipar
- 1 msk. smjör
- Hitið ofninn í 180°C og setjið ostinn í eldfast mót.
- Skerið beikonið smátt niður og laukinn í þunna strimla.
- Steikið upp úr smjöri þar til laukurinn mýkist og beikonið eldast í gegn (án þess að dökkna of mikið samt).
- Bætið þá sykri og sýrópi á pönnuna og kryddið með Cheyenne pipar, hrærið við vægan hita þar til sykurinn er bráðinn.
- Hellið beikonblöndunni þá yfir ostinn og bakið í 10-15 mínútur. Hér eldast beikonið betur og verður stökkt að hluta. Njótið með góðu brauði eða kexi.

Glösin og trébrettið eru frá Iittala og fást einnig í Húsgagnahöllinni.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM