Haust í borðstofunni⌑ Samstarf ⌑
Broste dining

Ég veit fátt skemmtilegra en að leggja fallega á borð og fá gesti í mat. Að eiga fallega diska, glös, hnífapör og annað sem fylgir matarboðum er dásamlegt og gaman að sjá hvernig slíkt breytist í takt við tímann.

Skálar

Ég elska haustið og almáttugur minn hvað ég elska alla fínu og fallegu munina frá Broste Copenhagen sem eru til í Húsgagnahöllinni. Úrvalið er þannig að það er auðvelt að blanda saman hinu og þessu og úr verður dásamleg útkoma.

Tauservíettur

Það eru síðan litlu hlutirnir eins og þessar tauservíettur sem setja punktinn yfir I-ið og gera borðið einstaklega kósý og fallegt. Öll fallegu gerviblómin og vasarnir í þessari færslu fást einnig í Húsgagnahöllinni en stráin voru tínd hér í Mosfellsbænum.

Broste

Ég vildi ég gæti alltaf haft þetta svona fínt og litla dúllan mín sem er tveggja ára hrópaði upp yfir sig þegar hún kom niður og sá hvað það var búið að gera fínt í borðstofunni.

Borðstofa

Næst á dagskrá hjá okkur fjölskyldunni er að safna fyrir nýjum borðstofustólum! Þeir sem við erum með eru orðnir 18 ára gamlir og hafa fylgt okkur hjónum allt frá því að við byrjuðum að búa. Þeir hafa reynst okkur vel en það er sannarlega kominn tími á nýja.

Fallegar skálar

Hér sjáið þið þessi lekkerheit!

Broste skálar

Á tímabilinu 4. október – 4. nóvember fá fylgjendur Gotterí 20% afslátt af öllum Broste Copenhagen vörum á vef Húsgagnahallarinnar með því að slá inn afsláttarkóðann gotteri svo nú er um að gera að punta upp hjá sér og/eða kaupa þessi fallegheit í gjafir.

Þeir sem hafa ekki tök á því að versla í vefverslun eða einhverjar vörur eru ekki til þar geta að sjálfsögðu mætt í næstu verslun og fengið afsláttinn með því að segjast hafa séð þessa umfjöllun hér á Gotterí.

hnífapör

Svört hnítapör eru æði!

Borðstofan

Salatskálin og áhöldin biðja mann um að borða hvaða rétt sem er!

Rauðvínsglös

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun