Þristakökur



Þristabollakökur

Á dögunum útbjó ég tvær uppskriftir fyrir þrista- og kókosbollubækling hjá Kólus. Þristur hefur verið eitt uppáhalds nammið mitt síðan ég var krakki og það er sannarlega hægt að leika sér með það í uppskriftum.

Bollakökur með þristum

Þessar bollakökur eru undurljúffengar og þristakremið guðdómlegt, namm!

Þristakökur með súkkulaði og þristum

Þristakökur uppskrift

Uppskriftin gefur um 20 bollakökur

Bollakökur uppskrift

  • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
  • 130 ml matarolía
  • 250 ml vatn
  • 4 egg
  • 3 msk. bökunarkakó
  • 1 x Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
  • 250 g niðurskornir Þristar
  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Hrærið saman egg, olíu og vatn.
  3. Bætið kökudufti saman við og hrærið í um 2 mínútur, skafið niður á milli.
  4. Setjið næst búðingsduftið saman við og hrærið stutta stund saman við deigið.
  5. Að lokum fer niðurskorinn Þristur út í deigið og þá er því skipt niður í um 20 bollakökuform.
  6. Bakið í 20-25 mínútur og leyfið að kólna áður en kreminu er smurt á.

Þristakrem uppskrift

  • 150 g niðurskornir Þristar (+ meira til skrauts)
  • 70 g smjör við stofuhita
  • 250 g flórsykur
  • 3 msk. maple sýróp
  1. Skerið Þristana smátt niður og bræðið í örbylgjuofni. Gott er að setja þá í 20-30 sekúndur í senn við meðalháan hita og hræra í þeim á milli. Að lokum verður blandan eins og þykk/stíf karamella. Leyfið hitanum að rjúka vel úr áður en þið hrærið síðan saman við smjörið.
  2. Þeytið þá smjör og Þristablöndu saman, bætið flórsykri og sýrópi saman við í skömmtum og skafið niður á milli.
  3. Smyrjið vænu lagi af kremi á hverja bollaköku og stráið niðurskornum Þristi yfir allt saman.
Þrista bollakökur

Njótið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun