
Já elskurnar mínar, hér kemur enn einn ostabakkinn frá mér!

Það kemur líklega ekkert á óvart því eins og ég hef margoft sagt þá ELSKA ég að gera ostabakka og hef alla tíð gert. Það er því afar heppilegt fyrir mig að vera í samstarfi við MS og fá reglulega heiðurinn af því að mynda alls kyns osta og gúmelaði fyrir þau.

Að þessu sinni var ég að mynda Sumarþrennuna frá þeim sem samanstendur af Dala camembert, Dala kastala og Dala höfðingja.

Á bakkann setti ég síðan alls kyns ber, sultur, hráskinku, dökkar súkkulaðirúsínur og kex. Þetta fór aldeilis vel saman og mæli ég 100% með þessari samsetningu fyrir þrennuna.

Camembertinn fékk að fara á lítinn disk á fæti og ofan á hann fór fullt af hindberjum og bláberjum ásamt hlynsírópi og rifnu súkkulaði, þetta var alveg dásamlega gott og mjög fljótlegt!
