Safarí afmæli



Afmæliskaka

Elsku Viktor Breki þeirra Tinnu og Gunnsteins varð 1 árs á dögunum. Tinna elskar að baka og halda veislur líkt og ég og var hún svo góð að senda mér nokkrar myndir til þess að geta birt þessa skemmtilegu safarí afmælishugmynd fyrir ykkur.

Afmælisveisla

Þemalitir voru svart, hvítt, silfur, gull og smá túrkís og ég leyfi myndunum að tala sínu máli en þessi færsla er algjörlega í boði Tinnu.

Súkkulaði bollakökur með vanillu smjörkremi, takið eftir dýrakexinu sem stungið er í hliðina.

Ávaxaspjót

Ávaxtaspjót eru alltaf vinsæl í barnaafmælum.

Niðurskorið grænmeti í litlum pappaboxum, gott fyrir litla kroppa.

Það má svo hafa smá gotterí líka er það ekki. Litlir sleikjóar sem búið er að stinga í melónu, mjög safarílegt.

Afmæliskakan toppuð með safarídýrum og 1 árs kerti.

Safarí afmæli

Viktor Breki krúttukarl steinhissa á þessu öllu saman.

Blöðrur í stíl við þemað.

Afmæliskaka

Afmæliskakan sjálf samanstendur af 2 x svampbotni, einum kornflex marengsbotni, rjóma og kókosbollum.
Samsetning: Svampbotn, rjómi, marengs, rjómi, svampbotn og kókosbollur og loks smá rjómi á toppinn og þar má síðan skreyta að vild.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun