Meiriháttar maís með majónesi



⌑ Samstarf ⌑
Grillaður maís

Ég hef lengi ætlað að prófa einhvers konar útfærslu á lúxus maísstönglum. Við elskum maís og oftast er hann borðaður á þessu heimili með vel af smjöri og salti eða góðum kryddum. Að þessu sinni var hann hins vegar tekinn upp á næsta level og toppaður með parmesan, kóríander og lime, NAMM!

maís

Þennan maís má ýmist borða einan og sér sem snarl eða hafa sem meðlæti með stærri máltíð.

maís með majónesi

Hvítlauksmajónesið frá Hellmann’s smellpassaði með þessari útfærslu og þetta var meiriháttar gott. Ég kaupi alltaf ferskan maís í Costco því hann er sá besti að mínu mati en það má finna ferskan maís í grænmetisdeildum annarra matvöruverslana yfir sumarið.

maís á grillið

Meiriháttar maís með majónesi

  • 6 stk ferskir maísstönglar
  • 6 msk Hellmann‘s Roasted Garlic Mayo
  • Salt, pipar og paprikuduft
  • Rifinn parmesan ostur
  • Saxað ferskt kóríander
  • Lime til að kreista yfir
  1. Sjóðið maísinn í 5-7 mínútur, takið úr pottinum og leyfið vatninu að gufa upp.
  2. Smyrjið síðan hvern maís vel með hvítlausristuðu majónesi frá Hellmann‘s og kryddið eftir smekk.
  3. Grillið skamma stund allan hringinn til að fá smá grillbragð, hér bráðnar majónesið vel inn í maísinn.
  4. Takið af grillinu, stráið rifnum parmesan osti yfir, fersku kóríander og kreistið lime yfir hvern maís.
Hellmann's mayo mais

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun