Bernaise borgari og kótilettuveisla



⌑ Samstarf ⌑
Burger with bernaise

Þetta dásamlega sumar kallar á dásamlegan grillmat, helst alla daga!

Hamborgari með bernaise

Hamborgarar eru eitthvað sem er einfalt og fljótlegt að grilla og slík stórveisla þarf sannarlega ekki að vera flókin. Hér grillaði ég borgara og kótilettur í bland með bernaise sósu og frönskum kartöflum.

Bezt krydd

Mér finnst alltaf best að versla hamborgara úr kjötborði og þá ýmist 200 eða 140 gramma fyrir fullorðna fólkið og svo duga 90 g borgararnir vel fyrir börnin.

Krónan tilboð á kryddi

Ég notaði Bezt kryddin í þessa máltíð, Bezt á borgarann fyrir hamborgarana, Bezt á lambið fyrir kótiletturnar og hvítlauksblönduna Bezt á flest fyrir franskarnar, nammi namm! Þess ber að geta að þessi BEZT þrenna er einmitt á tilboði í Krónunni um þessar mundir svo ég mæli með þið náið ykkur í eina slíka!

Toro bernaises sósa

Toro bernaise sósan toppaði þetta síðan allt saman en hana setti ég bæði á hamborgarana ásamt því sem hún hentaði afar vel með kótilettunum.

Hamborgari

Bernaise borgarar og kótilettuveisla

Hamborgarar

  • 4 stk hamborgari + brauð
  •  1 pk Toro bernaise sósa
  • Bezt á borgarann krydd
  • 4 ostsneiðar
  • Kál, tómatar, paprika, rauðlaukur, súrar gúrkur
  1. Útbúið bernaise sósu samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leggið til hliðar, hrærið reglulega í henni á meðan annað er útbúið.
  2. Grillið hamborgara, kryddið með vel af Bezt á borgarann og setjið ostsneið á hvert kjöt.
  3. Skerið grænmetið niður og raðið að lokum á borgarann ásamt vel af bernaise sósu.
Bezt á borgarann

Kótilettur

  • Lambakótilettur
  • Bezt á lambið krydd
  • Franskar og bernaise sósa
  1. Hitið franskar í ofninum á meðan borgarar og kótilettur er eldað.
  2. Kryddið kótiletturnar með vel af Bezt á lambið kryddinu og grillið á vel heitu grilli.
  3. Berið fram með frönskum og bernaise sósu.
Bezt á lambið

Þið megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun