Möndlukaka með rabbabaramauki⌑ Samstarf ⌑
Möndlukaka

Rabbabaravertíðin er hafin hjá mörgum og í þessu yndislega sumarveðri sprettur hann hratt! Það er um að gera að sulta, gera grauta og annað sniðugt úr uppskerunni en hér er ég búin að þróa möndluköku með rabbabaramauki og möndluflögum sem fær 10 í einkunn!

Almond cake

Hún var sérlega djúsí og kitlaði allan skalann af bragðlaukunum svo nú er ekkert annað að gera en ná sér í nokkra rabbabara og hefjast handa.

Til hamingju möndlur

Möndlukaka með rabbabaramauki

Kaka

 • 225 g smjör við stofuhita
 • 225 g sykur
 • ½ sítróna (safi og börkur)
 • 200 g marsipan
 • 4 egg
 • 150 g hveiti
 • 100 g Til hamingju möndlumjöl (hakkaðar heilar möndlur í blandara)
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk möndludropar
 • 40 g Til hamingju möndluflögur
 • Rabbabaramauk (sjá uppskrift að neðan)
 1. Þeytið sykur og smjör þar til létt og ljóst.
 2. Brytjið marsipan smátt niður og hellið saman við ásamt sítrónusafa og sítrónuberki.
 3. Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið niður á milli.
 4. Blandið hveiti, möndlumjöli og lyftidufti saman í skál og hellið í blönduna og bætið loks möndludropunum saman við.
 5. Hellið deiginu í um 20-22 cm vel smurt springform (gott að setja bökunarpappír í botninn).
 6. Dreifið rabbabaramaukinu yfir deigið og hellið möndluflögum yfir allt.
 7. Bakið við 160°C í um klukkustund (60-65 mín). Gott er að setja álpappír yfir þegar um 30 mínútur eru liðnar af bökunartímanum til þess að möndluflögurnar og rabbabaramaukið brenni ekki.
 8. Kælið kökuna, stráið flórsykri yfir og njótið.
Möndlur

Rabbabaramauk

 • 160 g smátt saxaður rabbabari
 • 160 g sykur
 1. Setjið saman í pott og hitið við meðalháan hita í um 8 mínútur, hrærið vel í allan tímann.
 2. Hellið óreglulega yfir deigið og dragið til með gaffli til að hafa jafnt lag hér og þar á kökunni.
Möndlukaka með marsípani og rabbabara

Lítill bleyjubossi bíður spennt eftir því að fá að smakka kökuna og „set-upið“ í stórhættu á meðan myndatöku stóð, hahaha!

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun