
Það er svo gaman að gera sér dagamun. Þetta litla hátíðarhlaðborð gerðum við fjölskyldan fyrir okkur um síðustu helgi. Við fengum „kreivíng“ í tartalettur, höfðum keypt laufabrauð með kúmeni og vorum svo heppin að Offi vinur okkar hafði gefið okkur reyktan lax, heimagerðar pylsur og skinku. Hann er algjör snillingur í slíku og úr varð dýrindis hátíðarhlaðborð í helgarkaffinu, alveg óvart!

Þetta var allt svooooo gott að við þurftum að elda helgarlærið í seinni kantinum þennan daginn því við borðuðum alveg yfir okkur í kaffitímanum, hahaha!

Þetta er allt mjög einfalt og hér fyrir neðan koma uppskriftir og hugmyndir fyrir ykkur. Þetta eru tilvaldir réttir til að bjóða uppá á aðventunni fyrir sína nánustu til að skapa saman notalega stund.

Allir þessir undursamlegu diskar eru frá Húsgagnahöllinni og veitingar sem þessar, verða svo miklu fallegri og girnilegri á svona fallegum diskum. Það er svo ótrúlega mikið sem diskar á fæti gera fyrir kökur og allar veitingar. Síðan má auðvitað nota þá fyrir blóm, skreytingar, kertastjaka eða annað þess á milli.

Ekki skemmir heldur fyrir að hafa gott rauðvín með réttum sem þessum!
Hátíðarréttir – uppskriftir
Laufabrauð með smjöri og reyktum lax

DutchDeluxes diskur á fæti úr reyktri eik frá Húsgagnahöllinni
Snitta með trönuberjasultu
- 1 x snittubrauð
- 2 x brie ostur
- Trönuberjasulta (má kaupa tilbúna)
- Rifsber til skrauts
- Skerið brauðið í sneiðar og ristið í ofni við 200°C í um 3 mínútur.
- Setjið þá væna sneið af brie osti ofan á og næst trönuberjasultu og rifsber til skrauts.

DutchDeluxes diskur úr hvítu keramik frá Húsgagnahöllinni
Bakaður ostur með kanil og appelsínukeim
- 1 x brie ostur
- 2 msk. púðursykur
- 3 msk. maple sýróp
- ½ tsk. kanill
- 70 g pekanhnetur
- Rifinn appelsínubörkur
- Bakið ostinn í eldföstu móti við 180°C í um 10-12 mínútur.
- Hitið á meðan púðursykur, sýróp og kanil saman í potti og saxið niður pekanhneturnar.
- Þegar sykurinn er uppleystur má setja hneturnar saman við og hella öllu saman yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum.
- Stráið að lokum appelsínuberki yfir allt saman og njótið með góðu kexi/brauði.

Broste Vig eldfast mót með loki frá Húsgagnahöllinni
Tartalettur
- 10 stk tartalettur
- 1 askja sveppaostur
- 300 g aspas í dós
- 300 g hamborgarhryggur (niðurskorinn)
- Rifinn Cheddar ostur.
- Hrærið saman sveppaosti, aspas og skinku.
- Skiptið niður í tartalettuformin, stráið vel af osti yfir og bakið við 180° í 15-17 mínútur.

Broste Holger kertadiskur/kökudiskur frá Húsgagnahöllinn
Ostabakki
- Góð skinka og pylsur
- Kex og baguette
- Kastali og Grettir ostar
- Niðurskorinn Havartí með trönuberjum
- Orange Twist Toblerone
- Súkkulaðihúðaðar kasjúhnetur
- Mandarínur
- Hindber og rifsber

DutchDeluxes diskur á fæti úr hnotu frá Húsgagnahöllinni