Hátíðarréttir⌑ Samstarf ⌑
Hátíðarréttir, ostar og partýmatur

Það er svo gaman að gera sér dagamun. Þetta litla hátíðarhlaðborð gerðum við fjölskyldan fyrir okkur um síðustu helgi. Við fengum „kreivíng“ í tartalettur, höfðum keypt laufabrauð með kúmeni og vorum svo heppin að Offi vinur okkar hafði gefið okkur reyktan lax, heimagerðar pylsur og skinku. Hann er algjör snillingur í slíku og úr varð dýrindis hátíðarhlaðborð í helgarkaffinu, alveg óvart!

Ostar, súkkulaði og rauðvín

Þetta var allt svooooo gott að við þurftum að elda helgarlærið í seinni kantinum þennan daginn því við borðuðum alveg yfir okkur í kaffitímanum, hahaha!

Bakaður ostur með pekanhnetum og jólaréttir

Þetta er allt mjög einfalt og hér fyrir neðan koma uppskriftir og hugmyndir fyrir ykkur. Þetta eru tilvaldir réttir til að bjóða uppá á aðventunni fyrir sína nánustu til að skapa saman notalega stund.

Ostabakki og snittur fyrir gamlárskvöld

Allir þessir undursamlegu diskar eru frá Húsgagnahöllinni og veitingar sem þessar, verða svo miklu fallegri og girnilegri á svona fallegum diskum. Það er svo ótrúlega mikið sem diskar á fæti gera fyrir kökur og allar veitingar. Síðan má auðvitað nota þá fyrir blóm, skreytingar, kertastjaka eða annað þess á milli.

Muga rauðvín með ostum og súkkulaði

Ekki skemmir heldur fyrir að hafa gott rauðvín með réttum sem þessum!

Hátíðarréttir – uppskriftir

Laufabrauð með smjöri og reyktum lax

Laufabrauð með reyktum laxi

DutchDeluxes diskur á fæti úr reyktri eik frá Húsgagnahöllinni

Snitta með trönuberjasultu

 • 1 x snittubrauð
 • 2 x brie ostur
 • Trönuberjasulta (má kaupa tilbúna)
 • Rifsber til skrauts
 1. Skerið brauðið í sneiðar og ristið í ofni við 200°C í um 3 mínútur.
 2. Setjið þá væna sneið af brie osti ofan á og næst trönuberjasultu og rifsber til skrauts.
Snittur með trönuberjasultu

DutchDeluxes diskur úr hvítu keramik frá Húsgagnahöllinni

Bakaður ostur með kanil og appelsínukeim

 • 1 x brie ostur
 • 2 msk. púðursykur
 • 3 msk. maple sýróp
 • ½ tsk. kanill
 • 70 g pekanhnetur
 • Rifinn appelsínubörkur
 1. Bakið ostinn í eldföstu móti við 180°C í um 10-12 mínútur.
 2. Hitið á meðan púðursykur, sýróp og kanil saman í potti og saxið niður pekanhneturnar.
 3. Þegar sykurinn er uppleystur má setja hneturnar saman við og hella öllu saman yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum.
 4. Stráið að lokum appelsínuberki yfir allt saman og njótið með góðu kexi/brauði.
Bakaður ostur með pekanhnetum og kanil og appelsínu

Broste Vig eldfast mót með loki frá Húsgagnahöllinni

Tartalettur

 • 10 stk tartalettur
 • 1 askja sveppaostur
 • 300 g aspas í dós
 • 300 g hamborgarhryggur (niðurskorinn)
 • Rifinn Cheddar ostur.
 1. Hrærið saman sveppaosti, aspas og skinku.
 2. Skiptið niður í tartalettuformin, stráið vel af osti yfir og bakið við 180° í 15-17 mínútur.
Tartalettur eins og í gamla daga

Broste Holger kertadiskur/kökudiskur frá Húsgagnahöllinn

Ostabakki

 • Góð skinka og pylsur
 • Kex og baguette
 • Kastali og Grettir ostar
 • Niðurskorinn Havartí með trönuberjum
 • Orange Twist Toblerone
 • Súkkulaðihúðaðar kasjúhnetur
 • Mandarínur
 • Hindber og rifsber
Ostabakki með skinku og berjum

DutchDeluxes diskur á fæti úr hnotu frá Húsgagnahöllinni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun