
Það styttist í páskana! Flestir landsmenn eru einnig meira heima við þessa dagana sökum kórónuveirufaraldursins og því er tilvalið að eyða tímanum í eldhúsinu og gera sér dagamun.

Í gærmorgun útbjó ég þennan morgunverðarbakka og hann gladdi bæði augað, magann og hjartað!

Þessi geggjaði bakki kemur úr Húsgagnahöllinni og heitir Broste Charlie. Hann er til bæði í svörtu og gráu og þetta er hinn fullkomni morgunverðarbakki, ostabakki og ég sé hann nýtast vel í sumar þegar ferja þarf veitingar út á pall….svo það má sannarlega segja hann sé fjölnota!

Amerískar pönnukökur með berjum og hlynsýrópi……..nammi namm!

Á bakkanum er einnig súrdeigsbrauð með skinkusalati, avókadó, beikon, harðsoðið egg og grískt jógúrt með agave sýrópi, granóla, bláberjum og kókosflögum. Síðan má ekki gleyma kaffinu og appelsínusafanum.
Skinkusalat
- 6 harðsoðin egg
- Um 150 g skinka
- 1 lítil aspasdós (um 200 g)
- 100 g Hellmann‘s majónes
- Aromat
- Skerið eggin með eggjaskera á tvo vegu í stóra skál.
- Skerið skinkuna í litla bita og bætið saman við.
- Hellið safanum af aspasnum og setjið hann í skálina ásamt majónesinu.
- Blandið öllu vel saman með sleif og smakkið til með Aromat kryddi.
- Berið fram með góðu súrdeigsbrauði.

Hversu girnilegt verður þetta svona saman komið á fallegum bakka! Allar aðrar vörur á bakkanum fást einnig í Húsgagnahöllinni.
- Bitz diskur 21cm svart/amber
- Nordal eggjabikar
- Eightmood Woodley hnífapör
- Bitz cappuccino bolli með undirskál
- Broste Vig eldfast mót (krúttlegt undir ávextina)
- Nordal Diamond rauðvínsglas
- Iittala Aalto viskastykki
- Nordal Rill vasi
- Broste Charlie bakki

Ef þið viljið flýta fyrir ykkur er vel hægt að gera pönnukökudeigið deginum áður og geyma í vel lokuðu íláti yfir nótt, hræra svo bara aðeins upp í því fyrir steikingu á pönnukökunum.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM