Mini IHOP morgunverðarpönnsurÁ mánudaginn útbjuggum við elsta dóttir mín „Brunch“ í tilefni af Verkalýðsdeginum og langri skólafríshelgi hjá eldri dömunum á heimilinu. Við ákváðum að prófa nýja pönnukökuuppskrift og þar sem við elskum IHOP (International House of Pancakes) þá gúgluðum við eftirlíkingu af slíkri uppskrift. Reyndar eru pönnukökurnar á IHOP risastórar og dugar ein fyrir flesta með öðru meðlæti en þar sem við vorum ekki enn búnar að prófa nýju pönnuna okkar sem gerir nokkrar litlar pönnsur í einu ákváðum við að gera mini útfærslu af þessum og voru þær dásamlega góðar!

Mini pönnukökur uppskrift

 • 1 ¼ bolli hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • 2 ½ tsk sykur
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk matarsódi
 • 1 ½ – 2 bollar „buttermilk“ (mjólk og 3 tsk sítrónusafi látið sitja í 5 mín)
 • 2 msk matarolía
 • 1 egg

 1. Blandið þurrefnum saman í skál.
 2. Hellið því næst 1 ½ bolla af buttermilk, matarolíu og eggi saman við og blandið þar til kekkjalaust. Þynnið deigið með meiri buttermilk ef ykkur þykir þess þurfa.
 3. Steikið á meðalháum hita þar til loftbólur myndast og snúið þá við.
 4. Berið fram með ávöxtum og sýrópi.
 5. Þessi skammtur hentaði vel fyrir okkur fjölskylduna (4 talsins) með beikoni, eggjum og ávöxtum og voru aðeins örfáar litlar pönnukökur eftir.

Við eigum æðislega gott kanadískt sýróp sem fólk sem við áttum húsaskipti við í fyrra kom með frá Kanada að gjöf fyrir okkur. Ef einhver veit hvort þessi tegund fáist hér á landi erum við alveg til í að fá upplýsingar um það, því þessi brúsi er við það að klárast og heldur langt að þurfa að skottast til Kanada fyrir nýjan.

Mæli með þið skellið í „Brunch“ um helgina!

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun