Center súkkulaði- og karamellubrownies með súkkulaðirjómaÁ dögunum prófaði ég nýja útfærslu af brownies þar sem ég setti karamellusúkkulaðið Center á milli deiglaga fyrir bakstur og ég ætla ekki að segja ykkur hvað hún var góð þessi. Síðan þeytti ég rjóma með Nesquik kakói og fór sá súkkulaðirjómi einstaklega vel með bitunum.

Center karamellu brownies

 • 225 gr smjör við stofuhita
 • 260 gr sykur
 • 3 egg
 • 3 tsk vanilludropar
 • 270 gr suðusúkkulaði (brætt)
 • ½ tsk salt
 • 2 msk bökunarkakó
 • 160 gr hveiti
 • 3 msk volgt vatn
 • 3 x Center (3 x 78gr) skorin til helminga

Center brownie

 1. Hitið ofninn 175°C.
 2. Klæðið skúffukökuform ( ca 30 x 40 cm) með bökunarpappír og geymið.
 3. Skerið Center súkkulaðið til helminga og geymið.
 4. Þeytið saman sykur og smjör.
 5. Bætið eggjum saman við einu í einu og skafið niður á milli, því næst vanilludropunum og bræddu súkkulaðinu.
 6. Þurrefnin koma þar á eftir og volgt vatnið.
 7. Setjið ½ af deiginu í formið, stráið Center á milli og setjið svo restina af deiginu þar yfir.
 8. Bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á (ekki blautu deigi).
 9. Kælið vel , lyftið upp úr forminu og skerið í bita.
 10. Berið fram með þeyttum súkkulaðirjóma.

Súkkulaðirjómi

 • 400 ml rjómi
 • 2 tsk Nesquik kakó

Þeytt saman og borið fram með kökunni.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun