
Mér finnst ótrúlegt að ég sé að skrifa þessa frétt en elsku besta bókin mín, Saumaklúbburinn er uppseld hjá útgefanda! Von er á næstu sendingu þann 1.desember næstkomandi svo biðin er ekki svo löng!
Hún er þó enn til í hinum ýmsu verslunum og eru sölustaðir eftirfarandi; Penninn, Hagkaup, Bónus, Fjarðarkaup, Húsgagnahöllin, Bókakaffi og Heimkaup. Þegar næsta sending berst fer hún til viðbótar í fleiri Bónusverslanir, Nettó, Forlagið og Bóksölu stúdenta.
Mér þótti virkilega erfitt að geta ekki afgreitt nýja sölustaði og stórmarkaði með pantanir sem þau vildu í vikunni en þegar farið er af stað í svona verkefni er óvissa mikil og erfitt að áætla magn.
Ég get ekki lýst því þakklæti sem hellist yfir mig þegar ég hugsa um þau frábæru viðbrögð og viðtökur sem bókin mín hefur fengið!
TAKK, TAKK, TAKK, TAKK, TAKK og ENDALAUST TAKK!
Netverslunin verður áfram opin og til stendur að bæta í vöruúrvalið þar á næstu dögum. Fullt spennandi til í jólapakkann og þeir sem vilja geta tryggt sér þær vörur sem þeir vilja þó svo þær verði ekki afgreiddar strax. Allar sendingar fara í póst/verða tilbúnar til afhendingar fyrstu dagana í desember þegar endurprentið kemur til landsins.
