Epla- og kanilpæ



⌑ Samstarf ⌑
Eplakaka uppskrift

Það er alltaf notalegt að útbúa pæ í eldföstu móti til að njóta í kaffitímanum. Ég nota mikið sama grunn í slíkt sem eru jöfn hlutföll af smjöri, sykri og hveiti. Ég set síðan ýmist púðursykur eða venjulegan sykur, eða bland af báðum tegundum. Grunnurinn er síðan notaður í botninn og stundum að hluta til ofan á góðgætið sem fer yfir botninn.

Fullkomin eplabaka uppskrift

Epla- og kanilpæ uppskrift

  • 100 g hveiti
  • 100 g púðursykur
  • 100 g smjör við stofuhita
  • 2 jonagold epli
  • 1 krukka St. Dalfour epla- og kanilsulta (284 g)
  • 150 g mulið marsípan
  • 40 g pekanhnetur (saxaðar)
  1. Hitið ofinn í 180°C.
  2. Blandið hveiti, púðursykri og smjöri saman í hrærivélinni.
  3. Smyrjið eldfast mót (um 25 cm í þvermál) með smjöri og þjappið deigblöndunni í botninn og vel upp á kantana.
  4. Hellið úr sultukrukkunni yfir og dreifið úr sultunni yfir botninn.
  5. Flysjið næst eplin og kjarnhreinsið. Skerið í þunnar sneiðar og raðið þétt yfir allt mótið.
  6. Stráið söxuðum pekanhnetum og muldu marsípani yfir eplin að lokum.
  7. Bakið í um 35 mínútur, fyrst í 20 mínútur með álpappír yfir og síðan í um 15 mínútur til viðbótar (þetta gert til þess að marsípanið brenni ekki).
  8. Gott er að bera volgt pæ fram með þeyttum rjóma eða ís.
St. Dalfour epla og kanilsulta er fullkomin í eplapæ

Ég var að prófa nýja sultu frá St.Dalfour sem er með eplum og kanil. Því ákvað ég að sleppa alveg kanilsykri eða kanil og smurði þess í stað sultunni yfir allan botninn og raðaði síðan eplum, hnetum og marsípani yfir. Sultan passaði fullkomlega við þetta allt saman og mikið sem þetta var gott!

Eplapæ með kanil, marsípani og pekanhnetum

Dásamleg var hún með þeyttum rjóma og kaffisopa!

Eplapæ með sultu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun