Epladraumur



⌑ Samstarf ⌑
Eplapæ eða eplabaka í litlum krúsum með Milka Daim súkkulaði og krösti

Ef ykkur vantar eitthvað til að fullkomna góða máltíð á næstunni þá er það þessi eftirréttur hér!

Eplapæ eða eplabaka í litlum krúsum með Milka Daim súkkulaði og krösti

Það er hægt að gera þennan rétt með smá fyrirvara og geyma síðan bara plastaðan í kæli þar til tímabært er að setja hann í ofninn. Þá er hægt að nýta tímann til að hræra í sósuna og þá er hún klár þegar rétturinn kemur úr ofninum.

Eplapæ eða eplabaka í litlum krúsum með Milka Daim súkkulaði og krösti

Epladraumur

Uppskrift dugar í 6-8 form eftir stærð

  • 330 g smátt skorin epli (um 4-5 stykki)
  • 150 g Milka-Daim súkkulaði
  • 3 msk. kanelsykur
  • 90 g hveiti
  • 80 g púðursykur
  • 100 g smjör við stofuhita (+ meira til að smyrja með)
  • 50 g tröllahafrar
  • Ís og karamellusósa ofan á
  1. Smyrjið lítil eldföst mót með smjöri (eða eitt stórt).
  2. Saxið súkkulaðið gróft niður og blandið saman eplum, súkkulaði og kanelsykri í stóra skál.
  3. Skiptið eplablöndunni niður í formin og útbúið hjúpinn.
  4. Blandið saman hveiti, púðursykri, smjöri og tröllahöfrum.
  5. Setjið vel af blöndu yfir hvert form með því að losa deigið aðeins niður með fingrunum.
  6. Bakið í 180° heitum ofni í um 25 mínútur og útbúið karamellusósuna á meðan (sjá uppskrift að neðan).
  7. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og setjið þá ís og karamellusósu yfir eftir smekk.

Karamellusósa

  • 1 poki Dumle karamellur (120 g)
  • 4 msk. rjómi
  1. Setjið saman í pott og hrærið við miðlungs hita þar til karamellurnar eru bráðnaðar.
  2. Leyfið aðeins að kólna niður og berið fram með epladraumnum ásamt ís.
Eplapæ eða eplabaka í litlum krúsum með Milka Daim súkkulaði og krösti

Þetta súkkulaði er alveg hættulega gott! Ég smakkaði einn bita á meðan ég var að útbúa réttinn og áður en ég vissi af var ég hálfnuð með eina plötu og þurfti að segja stopp til að hafa nóg í réttinn sjálfan, hahaha!

Eplapæ eða eplabaka í litlum krúsum með Milka Daim súkkulaði og krösti

Það er ofsalega fallegt að bera epladrauminn fram í litlum ílátum og þannig fær hver sinn skammt en einnig er hægt að setja þetta í eitt stærra eldfast mót og þá mögulega lengja bökunartímann um 5 mínútur. Ef þið hafið skorið eplin smátt niður ættu samt 25 mínútur í heildina alveg að duga.

Eplapæ eða eplabaka í litlum krúsum með Milka Daim súkkulaði og krösti

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun