
Þessi boost er algjört dúndur! Ég gerði hann í morgunverð á laugardaginn og langaði strax aftur í hann í gær og þá var hann með hádegisverðinum. Nú er kominn mánudagur og mig langar aftur að blanda hann, þriðja daginn í röð svo það hljóta að vera góð meðmæli!

Það er svo gott að setja múslí, döðlur og kókosflögur í boost, gefur honum fyllingu og dásamlegt bragð.

Múslíboost
Uppskrift dugar í 2 glös
- 200 g vanilluskyr
- 1 x banani
- 1 msk. hnetusmjör
- 6 msk. Til hamingju Sólskinsmúslí
- 2 msk. Til hamingju saxaðar döðlur
- 2 msk. Til hamingju kókosflögur
- 200 ml vanillumjólk
- 1 lúka af klökum
- Allt sett saman í blandarann og þeytt þar til döðlur og annað hefur hakkast vel niður.
- Skiptið niður í tvö eða fleiri glös (eftir stærð) og njótið.

Nú ætla ég að fara að herða mig og setja inn fleiri boost uppskriftir hér á bloggið. Ég elska að gera boost og drekkum við slíkan oft í viku á þessu heimili. Oft notum við mikið af berjum en ég ákvað að prófa eitthvað nýtt þegar ég gerði þennan hér og það þarf klárlega engin ber til að boost verði góður. Þessi er í það minnsta minn nýji uppáhalds!

Mmmmm……

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM