Sælkerarölt um ReykholtSælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Í síðustu viku fórum við svilkonurnar ásamt dætrum okkar í Sælkerarölt um Reykholt. Þessi viðburður hefur verið samstarfsverkefni nokkurra fyrirtækja þar á svæðinu og var ég á leiðinni í allt sumar. Áður en ég vissi af var kominn ágúst og síðasta ferðin framundan, það var því að hrökkva eða stökkva!

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Við höfum oft komið í Reykholt, oftast til að heimsækja Friðheima og til að kaupa okkur fersk jarðarber og hindber hjá Kvistum. Ekki grunaði mig að þetta svæði lumaði á allri þessari þjónustu og uppbyggingu sem raun bar vitni. Í Reykholti er stærsta gúrku- blóma og jarðarberjaræktun landsins hvorki meira né minna. Þar eru einnig tveir frábærir veitingastaðir, annar í Friðheimum og hinn er Restaurant Mika. Í Reykholti er einnig gistiheimili, tjaldsvæði, og hver þar sem bæjarbúar geta komið og bakað sér í og fleira skemmtilegt. Þar standa garðyrkjubændur einnig í stórframkvæmdum en til að mynda eru Friðheimar að stækka gróðurhúsin sín úr 5400 fm í 11.000 og Espiflöt og Gufuhlíð eru einnig að stækka.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Við fórum af stað þennan fallega föstudagsmorgun og vorum mættar í Reykholt kl:11:00.

Veitingastaðurinn Mika í Reykholti, frábær matseðlill og handgert súkkulaði

Dóróthea tók á móti okkur og fyrsta stopp var á Restaurant Mika þar sem allir fengu að bragða á dásamlegu handgerðu konfekti frá Michal og fjölskyldu. Þau hafa rekið veitingastað þarna undanfarin ár og hann leynir sannarlega á sér. Þarna eru töfraðar fram dýrindis veitingar ásamt því sem þau útbúa gullfallegt, handgert konfekt!

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Næst gengum við upp hlíðina að Reykholtshver sem er goshver og gýs á tíu mínútna fresti, en er yfirbyggður og vatnið er notað til þess að hita upp hús og gróðurhús Reykholts.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Í Reykholtshver er hægt er að baka! Þar töfrar brosmilda Sigrún Erna fram undursamlegt rúgbrauð eftir uppskrift móður sinnar alla föstudaga eftir að hafa hrært í brauðin í eldhúsi Friðheima. Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu er besta rúgbrauð sem við höfum smakkað! Uppi við hverinn fá allir að smakka þetta frábæra brauð og síðan er haldið áfram að útsýnisstað þar sem sést til hinna ýmsu fjalla og náttúruundra í nágrenni Reykholts.

Við keyptum okkur síðan eitt rúgbrauð til að taka með heim og sem betur fer sá ég að hún mun halda áfram að baka alla föstudaga og selja nýbakaða brauðið í Bjarnabúð svo það kallar á fleiri dagsferðir austur fyrir fjall.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Næst gengum við framhjá Espiflöt en það er hægt að kaupa sér blómvendi frá þeim í Bjarnabúð og því næst að Kvistum þar sem við smökkuðum á ljúffengum jarðarberjum.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Þaðan lá leiðin að Friðheimum þar sem Knútur tók á móti hópnum, fór yfir sögu Friðheima og þar var öllum upp á „Healthy Mary“ drykk úr grænum tómötum, límónu, hunangi og engifer, namm hann var sko góður.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Heimsókn í Friðheima er frábær upplifun. Við förum alltaf þangað reglulega yfir árið því við elskum veitingarnar og aðstöðuna. Næst stefnum við á að kíkja þegar veturinn nálgast því það er svo frábært að koma inn úr myrkrinu og snjónum inn í hlýtt og bjart gróðurhúsið! Það er smá eins og að skreppa á suðrænar slóðir í nokkra klukkutíma….nema það þarf síðan að fara aftur í dúnúlpuna á leiðinni út í bíl, hahaha!

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Í Friðheimum er síðan lítil verslun í anddyrinu og þar er hægt að kaupa undursamlegar vörur til að taka með heim ásamt glænýjum tómötum.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Við stelpurnar enduðum þessa frábæru gönguferð síðan á Restaurant Mika í hádegismat en þið getið lesið nánar um þá heimsókn hér á blogginu.

Þessi ganga var í boði öllum sem höfðu áhuga á að kostnaðarlausu í sumar. Þetta var virkilega fræðandi og skemmtileg ferð og vona ég svo innilega leikurinn verði endurtekinn að ári svo fleiri fái að njóta.

Veitingastaðurinn Mika í Reykholti, frábær matseðlill og handgert súkkulaði

Eftir langan hádegismat í sólinni fórum við síðan með stelpurnar í Dýragarðinn Slakka en hann er stutt frá Reykholti á heimleiðinni.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Slakki er lítill og krúttlegur dýragarður þar sem kennir ýmissa grasa. Þar er hægt að halda á ýmsum dýrum undir eftirliti starfsmanna, leika á útisvæði, fara í minigolf og fá sér að borða svo fátt eitt sé nefnt.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Í Slakka taka risa páfagaukar á móti þér og heimsækjum við fjölskyldan Slakka alltaf árlega.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Þessi dagur var svo sannarlega skemmtilegur og stelpurnar hæstánægðar með ferðalag mæðra sinna.

Sælkerarölt um Reykholt, Friðheima, Mika, Kvista og endað í dýragarðinum Slakka

Takk fyrir okkur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun